Af hverju ekki meira rými neðanjarðar?

Þótt viðbótin við Stjórnarráðshúsið sé fyrir starfsemi æðsta embætti framkvæmdavaldsins á það ekki að koma í veg fyrir það að meira af rými hússins sé neðanjarðar en nú er áætlað.

Víða í starfsemi opinberra stofnana og fyrirtækja er rými þeirra komið fyrir þannig, að hvergi sést út til umhverfisins fyrir utan.

Sem dæmi má nefna Útvarpshúsið við Efstaleiti þar sem vinnuaðstaða margra tuga starfsmenna, jafnvel meira en hundrað, er þannig.

Með slíkri tilhögun á viðbótarbyggingu fyrir Stjórnarráðshúsið mætti viðhalda betur því sjálfsagða umhverfisrými sem jafn merkilegt hús og þetta merka hús í sögu landsins þarf að hafa til að njóta sín frá öllum hliðum.  

 

 


mbl.is Hörð gagnrýni á dómnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og verið sé að mynda norður-kóreska stemmningu með þessum byggingastíl. Þetta er ekki hótinu betra en arkitektúr Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

El Acróbata (IP-tala skráð) 9.12.2018 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband