Í samræmi við trúna á minnsta CO2 í 600 milljón ár.

Undanfarin ár hafa þeir, sem trúa á vöxt notkunar jarðefnaeldsneytis, birt alls konar "óvéfengjanleg gögn" um að allt sé í fína lagi og meira að segja nauðsynlegt að auka notkun jarðaefnaeldsneytis, svo sem kola. CO2 í 600 milljón ár

Til að "sanna" það, að CO2 fari síminnkandi er birt aftur og aftur sama línuritið, sem sýnir CO2 í andrúmsloftinu undanfarin 600 milljón ár. 

Nauðsyn þess að sýna CO2 í 10 þúsund sinnum lengri tíma en nemur þeim tíma, sem mannkynið hefur verið á jörðinni sést vel þegar þetta "óyggjandi" línurit er skoðað. 

Línan sjálf er 200 þúsund ára breið, og auðvitað kemst aukning CO2 í 200 ár alls ekki fyrir á svona fáránlegu riti, heldur er stökkið upp á við á síðustu árum falið eins og örlítil ósýnileg öreind inni í þessari breiðu línu. 

En í ljósi svona "vísinda" er auðvitað hægt að fara á loftslagsráðstefnu og reka áróður fyrir aukinni brennslu kola og annars jarðefnaeldsneytis. 

Hegðun bandarísku ráðamannanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna minnir á hegðun tóbaksfrmaleiðenda um miðja síðustu öld, sem ekki aðeins afneituðu af  hörku óhollustu reykinga, heldur lögðu sig í líma við að eyða peningum í rádýrar og stórar auglýsingar, sem sýndu reykjandi frægt fólk sem ímynd hreysti og heilsu. 


mbl.is Auglýsa kol á loftslagsráðstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ég hafði gaman að þessari samantekt á ástandinu og hvað mannkynið getur gert til að laga það: https://www.youtube.com/watch?v=pBbvehbomrY

Mofi, 10.12.2018 kl. 13:20

2 identicon

Að því gefnu að línuritin séu rétt þá eru stóru fréttirnar sem lesa má úr línuritinu þær að á hinum ógnarlanga tíma jarðarinnar þá er ekki að sjá að neitt sérstakt samband sé milli meðalhita og magns co2 í andrúmslofti. 

Kvarðinn er svo ógnarstór að meira að segja síðasta ísaldarskeið sést ekki hvað þá síðustu áratuga sviftingar í hitafari. En það breytir engu með hvað má lesa úr stóru myndinni. 

Til dæmis fyrir svona 180 milljón árum, þá "rýkur" co2 upp en hiti fer þá að fara niður næstu 20 milljón árin eða svo.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 14:08

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, CO2 er núna um 400 ppm. Hvernig ætlar þú að teikna eitthvað risastökk inn á þetta línurit?

Halldór Jónsson, 10.12.2018 kl. 15:49

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvert er kjörhitastig Jarðarinnar og hvert er kjörgildi CO2? Sá sem veit allt um þetta, gjöri svo vel og stígi fram. Klofajökull? Land gróið frá fjalli til fjöru? Hver veit hvað?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. Þar sem flest kólnar þessa dagana.

Halldór Egill Guðnason, 10.12.2018 kl. 18:03

5 identicon

En vekur það ekki athygli að lungað úr jarðsögulegum tíma er meðalhiti á jörðinni 10°C hærri en hann er í dag? (síðustu 10.000 árin). 22°C í stað 12°C. Hvaða mengun olli því og hverjir voru mengunarvaldarnir?

El Acróbata (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 18:34

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ómar Ragnarson, núna ertu búin að skjóta af þér fótinn ... ekki bara tánna.

Þegar fólk eins og þú koma fram með myndir sem sýnir fram á "aukningu" CO2, hafa aðrir tekið fram myndir sem sýnir "sögur" jarðarinnar, til að sýna fram á að þessi "sveigi" eru reglubundin, en trendin í heild er að jörðin og sólin, er að kólna. Það eru "trúarlegir" umhverfissinnar, sem sýna bara "síðustu" ár, til að fá fram dramatíska aukningu.

Menn einblýna á "af völdum" manna, í trúarlegum skilningi "guð skapaði manninn í sinni mynd", og nú halda maurarnir að þeir séu guðir og ef þeir hlaupi hraðar, muni jörðin snúast hraðar.

CO2 er ekki stóri bófinn í "gróðurhúsaáhrifunum", heldur er metan mun stærri skaðvaldur. Þó minna sé af metan í andrúmsloftinu, þá er aukning á metani stærri en aukning á CO2. En, þver öfugt við "ýmindun" umhverfissinna, þá er þessi aukning ekki af mannavöldum.

Þetta á ekki að vera "trúarmál", heldur eiga menn að gera sér grein fyrir því ... að maðurinn er eins og öll önnur dýr á þessari jörð, lifir eftir aðstæðum ... eins og í öll skipti, þar sem "þjóðir" hafa risið í gegnum mankynsöguna, þá er á sama tíma "gróðarvænlegt" ... það er ekki maðurinn sem veldur því, heldur eru aðstæður hagstæðar fyrir okkur.

Til dæmis, er ein stærsta ástæðan fyrir því að við erum "gáfaðri" (ef um gáfur skal tala), er meðal annars betra fæði og færri "snýklar". Það er breitingar á umhverfinu, sem olli því ... og þegar aðstæður breittust og við urðum "gáfaðri" fórum við að auka tæknina ... ekki öfugt.

En mankynsagan er full af stórveldum, og ríkjum sem hafa risið til stórræða ... Hellenar, Rómverjar ... eru bara fáir, af mörgum. Allar þessar siðmenningar hafa horfið sögunni til ... vegna þess að aðstæður breittust til hins verra, og menn urðu heimskari á ný ... þú ætti að heimsækja "bio" deildir háskóla, til að sjá þau skrýmsl sem eiga það til að setja sig í fólk.

Er ekki betra að rannsaka hlutina almennilega, áður en við "hverfum" aftur ... og breitumst í grimma apa.

Örn Einar Hansen, 10.12.2018 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband