Minni líkur á því að hrakspár rætist?

Þegar í ljós kom fyrir ári, að hin gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna myndi fara að minnka eitthvað virtust margir verða óttaslegnir og hrakspár af ýmsu tagi urðu til.

Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar hristast á límingunum yfir því þegar óeðlilegur vöxtur, svo sem uppgripin í síldveiðunum fyrir hálfri öld, getur ekki haldið áfram.

Í ellefu hundruð ára baráttu þjóðarinnar við óblíð búsetuskilyrði jafngilti hvalreki, sem var uppurinn því, að nú væru erfiðleikar framundan. 

Margfaldur fjöldi ferðamanna á örfáum árum hleypti af stað fjárfestingaæði í öllu, sem tengdist ferðaþjónustu, og birtist nú síðast í hótelbyggingum, þar sem valtað er sums staðar yfir söluvöruna, upplifun á sérstæðri náttúru og friðsælu þéttbýli með vinjum á borð við Víkurkirkjugarð. 

Nú er aftur von til þess að hæfileg og aðgætin uppbygging geti átt sér stað í ferðaþjónustunni og efnahagslífinu í stað óðasóknar og æðibunugangs.  


mbl.is Mun efla ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband