Hvaða virðing? Gallabuxnabann til að auka traustið?

Meðal þess sem féll inn í Hrunið 2008 var "virðing" Alþingis, þar sem þessi "virðulega" stofnun lenti meðal þeirra neðstu í skoðanakönnun um það, hvort almenningur bæri traust til fyrirtækja og stofnana. 

Síðuhafa minnir að traustið, sem speglar virðingu fólks fyrir viðkomandi, hafi farið niður í aðeins 15 prósent en 85 prósent.

Síðustu dagana hafa þingmenn upplýst það fullum fetum, að orðbragð tveggja flokka sexmenninganna á Klausturbarnum, níð og formælingar í allar áttir, hafi verið barnaleikur miðað við það sem tíðkist í hinum flokkunum. 

Í gær var talað úr ræðustóli um að stjórnarþingmenn hefðu kastað stríðshanska inn í þingið. 

Miðað við það sem er að gerast hjá þingmönnum virkar það hlægileg bjartsýni að halda, að gallabuxur séu það sem hafa þurfi mestar áhyggjur af varðandi virðingu þingsins, og lýsa því með orðunum að slíkar buxur séu "fyrir neðan virðingu þingsins", sem hefur komist neðar í öoæðisorðanna fyllstu merkingu að undanförnu en dæmi eru til.  

Mjög ólíklegt er að traust almennings á svona þingi nái tveggja stafa tölu, ef kannað væri nú, heldur mun líklegra að að meira en 90 prósent landsmanna sú búnir að missa allt álit á þessari fornu og frægu stofnun sem hefur ekki þurft gallabuxur til að komast neðst á blað. 

Ef gallabuxur væru það eina, sem þyrfti að hafa áhyggjur af, væri þingið í góðum málum.  

 


mbl.is Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband