Einu sinni enn - þetta er ekki Teigsskógur.

Í áraraðir hafa íslenskir fjölmiðlar birt myndir, sem staðhæft er að séu af Teigsskógi yst við Þorskafjörð, en hafa í raun verið teknar í margra kílómetra fjarlægð frá skóginum.Þorskafjörður

Birt var mynd af ráðherra hér um árið sem sögð var af honum að skoða Teigsskóg, en var samt tekin í margra kílómetra fjarlægð frá skóginum þar sem vegurinn í átt að skóginum endaði. 

Um skóginn liggur enginn bílvegur og ekki einu sinni jeppaslóði, en nú er enn birt breiðsíðumynd með tengdri frétt á mbl.is af fyrirhugaðri leið um skóginn, og undir myndinni stendur: "Teigsskógur í Reykhólasveit." 

Samt er samkvæmt myndinni þegar kominn hár upphleyptur þjóðvegur á staðnum þar sem myndin er tekin, skammt frá Þórisstöðum, og nánar tiltekið er þetta núverandi Vestfjarðavegur nr. 60, um fimm kílómetrum innar en Teigsskógur er.Teigsskógur. Reynitré

Sá afmarkaði og staðbundni lági skógargróður og kjarr, sem sést á myndinni, tengist Teigsskógi nákvæmlega ekki neitt, því að Teigsskógjur er handan við fjallið, sem er fjærst til hægri á myndinni.

Með síendurteknum myndum af þessum toga og ótal mörgu öðru, sem áður hefur verið rakið hér á síðunni, er málið allt sýnt í afar bjöguðu og villandi ljósi, og virðist ekkert lát ætla að verða á því.

Á neðri myndinni hér á síðunni sést Ólafur Arnalds staddur við hluta af reynitrjánum, sem eru í Teigsskógi. 

Ég gekk fyrirhugaða leið 2005 og tók myndir, auk þess sem ég tók loftmyndir með því að fljúga lágt yfir skóginn. 

Í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 smaug fíngerð reyk líkust askan inn í tölvuna og þar eru myndirnar fastar síðan. 

Ég sýndi loftmyndirnar á fundi vestra á sínum tíma, og einnig fékkst rými fyrir um 45 sekúndna myndskeiði í lok sjónvarpsfrétta frá gönguferðinni.

Ég ætla að leita til Ólafs Arnalds um myndir í góðum gæðum, því að þessi mynd hér er tekin upp af síðu hans.  

 


mbl.is Vegagerðin kýs leið Þ-H
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þegar rýnt er í bakgruninn er hann ekki gróskumikill hvað kallast það svæði sem ráðherrann fór um ?. brú í mynni fjarðar gæti endað líkt og kolgrafarfjörður sem hindrun fyrir fisk á útleið það verður að finna lausn á vegamálum vestfyrðínga. með takmarkað fé vegagerðar verður að finna ódýrustu leið um svæðið þessi leið er ódýrust í lagningu skerðir minnst búsetu. eini gallinn eru nokkur reynitré af óræðum uppruna 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 09:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Nokkur reynitré af óræðum uppruna." Dæmi um fullyrðingarnar varðandi þennan skóg. Ég segi hvergi að skógurinn sé bara þessi reynitré, heldur er hann gróskumikill birkiskógur eins og sést á rauða litnum á korti, sem ég ætla  að bæta inn í pistilinn. 

Ráðherra fór á enda vegarslóðans sem liggur í átt að Teigsskógi, og þar var myndin tekin en ekki í skóginum sjálfum. 

Teigsskógarleiðin þverar þrjá firði, Þorskafjörð innarlega og síðan þvert yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. 

Búsetan í hreppnum er að langmestu leyti á Reykhólum og þar í grennd. Vegur þar í gegn um "skerðir búsetu" minnst, því að í þorpinu búa 137 manns, og slík kjölfesta er afar mikilvæg fyrir sveitarfélög. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2018 kl. 15:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef "rýnt í bakgrunninn" á við bakgrunn þess hluta Teigsskógs þar sem eru reynitré, er þess að geta, að á myndinni horft er yfir þveran skóginn, sem er allur á langveginn. 

Og af því að vegurinn á að liggja eftir og rista upp endilangan skóginn, og verða umhverfisáhrif hans hámörkuð með því. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2018 kl. 15:22

4 identicon

þakka fyrir. veit maður hvar skógur endar og nýr tekur við .?. nöfn eru frekar leiðarlísíng frekar en upphaf og endir kort gott að það komi  þó svo væri er bara að vitna í greinina. en rétt ómar skrifar ekki um annan trjágróður í greininni og horfi ég í baksviðið. fá reynitré þar. enda held ég því ekki fram. bara mín skoðun. rétt um íbúðastaðsetningu en vegurinn snýst ekki um reykhóla heldur um aðra vestfyrðínga og skerðir búskaparhætti hinummeigin í firðinum það skiptir máli  um þverun þriggja fjarða jú en er líklegt að við þær framkvæmdir lokist fiskur inni botnunum lýgt og í kolgrafarfyrði. auðvitað slæmt að taka ósnortin skóg. en mætti þá ekki skilda vegagerðina til að leggja fé til uppgræðslu á móti og færa veigin þannig að skemmdir verði sem minsta þó plássið sé lítið. eins er það spurning um að stofna hlutafélag um jarðgöng 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 16:42

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegur við Reykhóla gerir alveg sama gagn fyrir Vestfirðinga í heild og vegur um Teigsskóg ef út í það eitt er farið. Með því að fara þar um verður þar ákjósanlegur áfangastaður fyrir umferðina auk þess sem sagnaslóðir Grettis verða í alfaraleið.

Þarna er flugbraut og einnig hafnaraðstaða.       

Ómar Ragnarsson, 13.12.2018 kl. 21:47

6 identicon

rétt. en ef marka má vegagerðina munar um 4 milljörðum á þessum leiðum. það er hægt að bora 4.kílometra af göngum. skilst að brú yfir Ölfusána mætti leggja fyrir þennan pening. leggja nokkra kílómetra aukalega af vegum fyrir þennan pening. þetta snýst um pening sem íslendingar eiga bara á helgidögum. síðan er spurningin fiskinn loðna og síld virðast sækja í þessa botna og rata svo ekki út jafnvel hvalir. síðan er hún lengri en það fyrnst mér aukaatriði ef menn fá góða leið. vegagerð á ekki að snúast um útsíni. þó það hafi verið gert fyrir kóngin á sínum tíma 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband