Því miður eykst átakanleg afneitunin sífellt.

Það var átakanlegt að fylgjast með því sem sýnt var frá skógareldunum í Kaliforníu í 60 mínútum í sjónvarpinu, hinu eyðaandi afli þessa kraftmesta elds þar um slóðir og þeim harmleik, sem hann skóp.

Enn átakanlegra var að hlusta á lýsingar gamalreyndra slökkviliðsmanna og lögreglustjóra á því hvernig sívaxandi hitar og þurrkar valda æ svæsnari eldum og bera þessar lýsingar hinna reyndu manna saman við hrokafullar fullyrðingar Donalds Trump um að eingöngu sé aumingjaskap íbúanna að kenna og að aðrar skýringar séu uppspuni. 

Kóróna síðan framkomu sína með því að hafa ekki einu sinni fyrir því að muna, hvað bærinn hét, sem brann. 

Og í athugasemd hér að neðan er því haldið fram að þessi bruni hafi verið lítilræði, varla stærri en höfuðborgarsvæðið okkar. 

Fyrir um það bil áratug fóru ýmsir landar mínir að sýna mér "gögn," sem sýndu, að allar tölur um hlýnun jarðar væru hreinar og klárar lygar. 

Það sem fletti ofan af lygunum væri byggt á "réttum gögnum", meðal annars frá NASA, sem sýndu að loftslag færi "hratt kólnandi" og ísinn í Norður-Íshafinu færi hraðvaxandi. 

Í fyrstu hélt ég að þessi afneitunarhegðun hlyti að vera afar afmarkað fyrirbæri og myndi fljótlega falla um sjálfa sig þegar hið sanna kæmi óyggjandi í ljós.

Eins og til dæmis, sem við Íslendingar sjáum best, lengst af nær auður sjór á milli Grænlands og íslands. 

En það var nú öðru nær. Þessi söngur um kólnunina hefur orðið að síbylju og færst í aukana og orðið æ fjarstæðukenndari og svakalegri.

Og nú getur maður ekki verið annað en hugsi yfir því að þessu skuli haldið áfram og bætt í. 

Grundvöllinn að því hve skætt þetta er orðið má rekja til þeirra ummæla Donalds Trumps fyrir rúmu ári, að í gangi væri alheimsssamsæri vísindamanna um að ljúga upp tölum og staðreyndum og að brýnt væri að reka þetta vísindasamfélag frá störfum eins og það legði sig og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn, sem birtu réttar tölur og mælingar. 

Allra nýjustu dæmin svonefndar "réttar tölur og mælingar" á Grænlandsjökli segja þessir kuldatrúarmenn að sýni, að hann fari ört hækkandi og stækkandi en ekki minnkandi. 

Einnig, að brýnt kunni að vera að auka útblástur koltvísýrings út í andrúmsloftið af því að CO2 hafi ekki verið minna í andrúmslofti jarðar í 600 milljónir ára. 

Rökrétt framhald af þessu var síðan fréttin um það fyrir nokkrum dögum, að á vegum bandarískra stjórnvalda hefðu verið sendir "alvöru" vísindamenn á ráðstefnuna í Póllandi til þess að sýna fram á að bráðnauðsynlegt væri að auka kolavinnslu og aðra vinnslu jarðefnaeldsneytis. 

 


mbl.is „Munum missa Grænland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Menn gleyma fljótt ... ég man á mínum yngri árum, þegar ég var úti í frosti og kulda, þjáðist. Enn þann dag í dag, hef ég "kuldablett" á læri mér, þar sem kuldi og vosbúð setti sér spor, svo að ekki verði um villst.

Ómar Ragnarsson, að Íslendingar "hræðist" aukið hitastig, er ekki bara klikkun heldur hrein bilun. Erum við búinn að gleima því, þegar við þurftum að moka okkur út úr snjónum til að komast í útihúsin? Erum við búinn að gleima því, þegar við urðum úti og þurftum að draga heim, framliðina øttingja okkar í frostinu. Erum við búinn að gleyma því, þegar við stóðum við Húnaflóa, horðum í Norðum og það var ekkert nema ís svo langt sem augað eygði.

SKÖMM SÈ ÞEIM, SEM GLEYMIR SLÌKU .. SKÖMM ...

Við Íslendingar eigum að vita þessi mál, ekki trúa á einhver trúarbrögð manna, sem ekkert hafa fyri sér annað en að krefja skatt af þrælum sínum ... mér, og þér.

Á að skattleggja börnin þín, fyri að draga andann? á að skattleggja búið þitt, fyrir að beljurnir reka við?

Að vera svona vitgrann, er ekkert til að hampa ... Ómar.

Örn Einar Hansen, 14.12.2018 kl. 17:39

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ertu búinn að missa þig. Þú veist að jöklar hafa verið að stækka undanfarin ár talaðu við Finn Pálsson en RÚV vildi ekki einusinni tala við hann eftir að f´rttin kom á Stöð tvö. Segjum að okkur háu herrar víða um heim myndu leifa thorium þá yrði engin mengun vegna samgöngutækja. Segjum að TOYOTA geti fullnumið sitt programin sitt með vetnisvélina. Engin mengun.Hvað gera menn eins og þú þegar ungliðar bætast við þessa  global warming hippokrita eða hvaða nafn munu þeir nota næst. Þetta er kult sem aldrei mun verða hægt að snúa við ÓMAR 

Valdimar Samúelsson, 14.12.2018 kl. 19:11

3 identicon

Sæll Ómar.

Mannætur á Nýju-Gíneu voru sóttir heim af
trúboðum eitt sinn.

Ekki þurfti að beita hefðbundum aðferðum eins og að sprengja
vötn, fossa og gljúfur í loft upp því frásögn trúboðanna
af Júdasi vakti óskipta athygli þeirra meðan Kristur náði ekki
einusinni núverandi fylgi Miðflokksins.

Trúboðarnir spurðu upp á nútímaíslensku: How come? Hvers vegna?

Ekki stóð á svari: Hann er illræðismaðurinn; sá sem svíkur allt og alla
og þeir sem lengst ná á þeirri braut eru jafnframt þeir sem hafa það best!

Áfram með loftslagssvindlið!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 20:24

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem skiptir máli fyrir okkar kynslóð og komandi kynslóðir er það, hvort hitastig jarðar hækkar þannig, á næstu áratugum og árhundruðum, að það valdi því tjóni sem talið er að það muni gera.

Í þessu samhengi skiptir auðvitað ekki neinu máli hvernig hitastig hefur þróast á 600 milljón árum, eða hvernig það sveiflast frá ári til árs.

Lunginn af þeim vísindamönnum sem þekkingu hafa á þessum málum telja samhengi hlýnunar og magns koltvísýrings til staðar, og að ef ekki verði strax dregið verulega úr losun muni það leiða af sér hitastig sem veldur mjög verulegum óskunda um allan heim. Hér er verið að tala um áratugi og árhundruð.

Málflutningur andstæðinganna og samsæriskenningasmiðanna snýst ýmist um að reyna að beina sjónum fólks að skammtímasveiflum, sem skipta vitanlega ekki neinu máli í þessu samhengi, eða að þvæla um einhverja þróun á hundruðum milljóna ára, sem skiptir auðvitað ekki neinu máli heldur þegar við veltum fyrir okkur hvort landsvæði eins og Kalifornía, Flórida eða Holland fari á kaf við bráðnun jökla.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2018 kl. 20:46

5 identicon

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 21:01

6 identicon

 Þetta svæði sem brann í Kaliforníu var á stærð við höfuðborgarsvæðið. Finnst mönnum það virkilega mikið land fyrir "heimssögulega elda"? Sem var svo þar að auki mest óbyggðir og fjallendi.

En forvitnilegt þætti mér að fá að vita frá hinum svo kölluðu "réttu vísindamönnum" af hverju Grænlandsjökull hvarf ekki á bóreölskum tíma þegar meðalhiti á jörðini var 4°C til 6°C hærri en nú í þúsundir ára?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 21:08

7 identicon

Ef olíugróði Sádanna minnkar þá er 110.000.000.000 dollara (13 þús.milj.kr) vopnasölusamningur við Bandaríkjamenn í hættu.

Það er grafalvarlegt mál!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 22:38

8 Smámynd: Haukur Árnason

Sæll Ómar. Þú gætir kannski fengið svör, sem ég fæ ekki. Sendi fyrirspurn á Stjarnfræðivefinn og áður á Veðurstofuna, en engin svör fengið.

Stjarnfræðivefurinn.

3ji des. 2018.

Sæl verið þið.

Hef verið að velta vöngum yfir birtunni. Finnst að það sé orðið meira myrkur fyrstu dagana í ágúst ( um verslunarmannahelgina ) heldur en var hér áður. Gerði mér ferð útfyrir byggðina, er á Selfossi, til að götulýsing mundi ekki trufla. Fór um kl. 01.15 og þegar kom út fyrir byggðina þá var orðin mjög dimmt. Þetta var 4ja ágúst.

Eins finnst mér sólin vera lægra á lofti. þ.e. dagurinn styttri en áður.

Er eitthvað til í þessu ?

Haukur Árnason, 14.12.2018 kl. 22:56

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Annar maður sem óttast góðar fréttir.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.12.2018 kl. 23:07

10 identicon

 Þórður Sveinsson, yfirlæknir á Kleppi útilokaði ekki
að drukkið væri í gegnum þá sem nefndir hafa verið
drykkjumenn.

Þetta nefni ég til sögunnar því fíkn í áfengi, peninga
eða völd getur náð því stigi að geta talist sjúkleg.

Það er því komið að orðumn Bjarne hér að ofan hvort eitthvert
dellumakerí í kringum þann einfalda hlut að græða á daginn
og grilla á kvöldin sé ekki sjúklegur í stað þess að menn
njóti einfaldlega hæfileika sinna og yfirburða á viðkiptasviði
með beinum hætti.

Mér finnst þetta verðugt rannsóknarefni fyrir HÍ og þá ekki síður
fyrir þá sérfræðinga sem starfa á geðsviði.

Það er nokkuð ljóst að sú stjórnun sem á sér stað á heilu þjóðfélögunum
sem grundvallast á jafn vafasömum kenningum eða staðhæfingum og
þetta loftslagsþvogl þarf að standa á einhverju öðru en brauðfótum
eða spuna til að þvinga fram stöðubreytingu í pólitískri refskák 
sem kannski nýtist svo aðeins fáum og útvöldum en gæti verið til
hins mesta óhagræðis og tjóns fyrir heilu samfélögin þegar
til lengri tíma er litið.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 23:32

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég horfði á fréttina í sjónvarpinu, þar sem sagt er hér í athugasemd að hefði fjalla um það að "jöklarnir hefðu verið að stækka undanfarin ár." 

Engin slík frétt hefur verið flutt á sjónvarpsstöðvum, heldur minnast á það að íslenskir jöklar hefðu staðið í stað í eitt ár, þ. e. síðasta ár, en ekki "undanfarin ár" og að Langjökull og Hofsjökull hefðu vaxið örlítið vegna svals sumars eftir samfellda minnkun í áratugi. 

Slík frávik væru eðlileg og skiptu engu máli í stóra samhenginu, sem menn þráast við að viðurkenna, að jöklarnir minnkuðu hratt. 

Þeir, sem hafa hæst um stækkun jöklanna og telja sig vita allt um það frá fyrstu hendi, sannfæra mig ekki um það, sem flýg yfir þá flesta á hverju ári, að þeir fari stöðugt vaxandi, þvert ofan í það sem ég sé með mínum eigin augum. 

Ef íslenskir jöklar hafa verið að stækka undanfarin ár hefur umhverfisráðherrann okkar logið að ráðstefnugestum í Póllandi um að Hjartafell væri búið að missa lögun sína vegna hlýnunar og jöklahops. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2018 kl. 00:19

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeim verður nú ekki skotaskuld úr því, samsæriskenningasmiðunum, að halda því fram að umhverfisráðherrann ljúgi. Því samkvæmt þeirra kokkabókum ljúga allir um allt, ef þeir eru þeim ekki sammála.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2018 kl. 00:38

13 identicon

Ég mæli eindregið með því að áhugamenn um loftlagsbreytingar lesi Bændablaðið reglulega. Þar er líklegast að finna rökstudda og vitræna umræðu um þessi mál og ýmis fleiri sem aðrir fjölmiðlar skirrast við að birta.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 07:46

14 identicon

Hér er ágætis fyrirlestur um hlýnun, CO2 og fleira

https://m.youtube.com/watch?v=mtHreJbr2WM

Elló (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 07:57

15 identicon

fyrir mér skiptir kólnun eða hlýnun ekki máli. heldur súrnun sjávar sem er að völdum hreifíngarlesis hafsins hvað veldur því veit ég ekki. en stór efa að mengun hafi þar stór áhrif á 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 07:58

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Skógareldar í Kaliforníu eru ekki nýrri af nálinni en svo, að sum tré þar um slóðir sleppa ekki frjóum sínum, nema lenda í eldi. Það nýjasta á svæðinu eru hinsvegar mannabústaðir. Um þetta er ekki rætt, enda hentar það ekki þeim, sem allt vita betur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.12.2018 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband