Ökumenn, sem loka fyrir gangbrautir þegar þeir bíða á rauðu.

Ýmis fyrirbæri í umferðinni eru býsna sérkennileg, og birtast þegar breytt er um ferðavenjur, sem hafa verið aflagðar um áratuga skeið. 

Við það að taka upp tvenn tvíhjól sem ferðamáta dúkka upp einstaka ökumenn á ferðum manns, sem virðast hafa einkennilegar hugmyndir um sambúð við hjólreiðafólks, svo sem við gangbrautir yfir umferðaræðar á gatnamótum. 

Sem betur fer gengur slík umferð yfirleitt snurðulaust og ánægjulega fyrir sig og byggist á samvinnu gangandi, hjólríðandi og akandi vegfarenda. Aðliar finna þá leið, sem samræmist reglum um forgang og gefur greiðustu, öruggustu og fljótustu lausnina. 

Þó finnast undantekningar þar sem einstaka bílstjórar virðast vera sömu skoðunar og birtist í leiðara einum þess efnis, að í umferðarlögum sé þess krafist að reiðhjólafólk fái því aðeins að nota gangbrautir yfir götur, að þeir fari af baki í hvert sinn og leiði hjólin eftir gangbrautinni. 

Gildi þá einu, þótt grænt ljós vísi hjólreiðamanninum veginn. Ökumenn bíla eigi að vera óhræddir við að fylgja fast því fast eftir að knýja hjólreiðafólk af baki.  

Vegna fullyrðingarinnar um lögbrot hjólreiðamanna, sem ekki leiði hjólin yfir gangbraut, hafði síðuhafi samband við tvo þeirra manna, sem helst má telja sérfræðinga í þessum málum og hafa starfað áratugum saman við þau, meðal annars í nefndastörfum, og voru þeir á einu máli um það þessi krafa fyndist hvergi í umferðarlögum. 

Enda myndi hún oftast valda óþarfa töfum og truflunum. 

Nokkur dæmi hefur síðuhafi um það, að einstaka ökumenn neyti aflsmunar farartækjanna við að taka forganginn af hjólreiðafólki og hræða það til hlýðni, jafnvel þótt gangandi vegfarandi sé líka á ferð samhliða hjólinu. 

Á nokkrum stórum og fjölförnum gatnamótum, þar sem eru þrjár akreinar fyrir bíla, eru grindverk sem afmarka göngu- og reiðhjólaleiðina yfir hina breiðu götu. 

Tvívegis hefur síðuhafi orðið fyrir því, að ökumenn, sem bíða á rauðu ljósi, þrír bílar samhliða, stöðva bíla sína þannig við ljósin, að þeir loka algerlega fyrir þessa gangbrautaljósa lýstu leið fyrir gangandi og hjólandi. 

Aka þessir bílstjórar sínum þétt meðfram grindverkinu fram yfir heila og breiða línu til þess að loka gönguleiðinni um til þess gert op á grindverkinu, og í bæði umrætt skipti varð þeim ekki þokað þegar komið var að þeim á hjólinu, sem grænt ljós blasti við, en rautt ljós við þeim. 

Þeir stóðu sem fastast og annar þeirra gaf meira að segja fingur og flautaði þegar leitað var eftir því að hann færði sig um svo sem hálfan metra til þess að opna leiðina, en það var auðvelt fyrir hann, - svo langt fram yfir hvítu línuna hafði hann ekið. 

Í bæði skiptin þýddi þetta, að bakka þurfti hjólinu til baka svo að bílarnir á tveimur akreinum, sem biðu á tilsettum stað, gætu farið af stað þegar grænt ljós birtist þeim. 


mbl.is „Er bara svona snúningur á öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ma bæta við að flestum virðist hulið að blikkandi gul ljos við gangbraut merkir að gangandi eiga rettinn.

En ökumenn æða af stað um leið og gula ljosið birtist.

Samanber ljosin við Kolaportið.

Bodvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2018 kl. 10:58

2 identicon

Mér þykir fremur leiðinlegt að sjá síðuhafa berja höfðinu við stein. Þessi lagagrein er mýkri: Lög 1987 nr. 50 (umferðarlög): "2. grein. .....Gangbraut: 

   Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut. 

3. gr. 
 Ákvæði um umferð ökutækja gilda, eftir því sem við á, einnig um reiðmenn [og þá sem teyma eða reka búfé]. 1) 
 Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um [fatlaðan einstakling] 2) sem sjálfur ekur hjólastól. "

Hvernig geturðu fengið lögfróða menn til að horfa framhjá þessu augljósa ákvæði?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.12.2018 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband