Gul merki, ljós og endurskinsmerki hefur sárvantað.

Það hefur vakið hroll hjá síðuhafa á ferðum hans um hjólastíga, gangstíga og götur, hve mikið er á ferðinni af fólki, sem er alveg blint fyrir þeirr hættu, sem því fylgir að vera í dökkum fatnaði eða á reiðhjólum, sem eru ósýnileg í myrkri. Endurskins vesti (2)

Svo er að sjá sem ástandið fari versnandi þrátt fyrir fjölgun hjólreiðamanna í umferðinni. 

Endurskins vesti

Og ekki aðeins reiðhjólum, heldur hefur aðgæsluleysið komist á það stig að þrír dökkklæddir voru hjálmlausir á einni ljóslausri skellinöðru, sem þeyst var á á miklum hraða þvert yfir stéttir, bílastæði og akreinar, sums staðar gegn leyfilegri akstursstefnu. 

Hvað gul vesti snertir, þurfa þau ekki að vera stór eða fyrirferðarmikil því að til eru svo handhæg og fyrirferðarlítil samanbrjótanleg vesti, að þau komast fyrir í veski, vasa eða umslag.

Og það tekur enga stund að skella þeim á sig og þá breiða þau ótrúlega vel úr sér. 

Endurskins vesti (5) Endurskins vesti (4)


mbl.is Sala á gulum vestum hefur tekið kipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mörgum árum eftir slæmt slys úti á þjóðvegi

þá fór ég og keypti endurskinsvesti handa öllum í fjölskyldunni til að hafa í bílunum þeirra - þú ert í stórhættu ef þú þarft að skipta um dekk eða sinna einhverju öðru úti á óupplýstum þjóðvegi enda ósýnilegur öðrum bílstjórum

Grímur (IP-tala skráð) 17.12.2018 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband