"What goes up must come down".

Ofangreint lögmál á bókstaflega við í fluginu. Enginn hefur sig til flugs nema að koma niður aftur, fyrr eða síðar. 

Kjör flugfarþega hafa farið með himinskautum það lengi, að það hlaut að koma að því að þau misstu flugið. 

Flugfélögin geta ekki viðhaldið fáránlega lágum fargjöldum nema í takmarkaðan tíma. 

Nú hefur Wow-air lækkað flugið og enn ekki útséð um hvernig hinn háfleygi ferill fyrirtækisins endar. 

Almennt séð er vandi að sjá hvernig áframhaldandi lággjöld geta haldist áfram í sama mæli og verið hefur. 

Eldsneytisverðið hefur margsinnis sveiflast í gegnum tíðina af ófyrirsjáanlegum ástæðum og allt er í heiminum hverfult eins og hrakspár um alþjóðlegt efnahags- og fjármálalíf bera með sér. 


mbl.is Flugmiðaverðið hækkaði um 27%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 En kemur Voyager 2. nokkurn tímann niður aftur? Eða tekur það hann tuttugu milljón eða trilljón ár? Hann er rétt kominn út fyrir yztu mörk sólkerfisins (og það tók hann 41 ár á ca. 60.000 km hraða á klst*), en stefnir á endimörk alheimsins! Okkur svimar við tilhugsunina, Ómar minn.

* Þetta er ekki lygi, það stóð í Mogganum! -- jafnvel í sjálfum leiðaranum (13. des.)!!!

Jón Valur Jensson, 18.12.2018 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband