Lítilsvirðing við sögu, menningu og ginnheilagan helgistað frá landnámi.

Myndin sem fylgir þessum pistli er táknræn fyrir efni hans. Hún er af menningarverðmæti, sem hefur verið kastað fyrir róða. Nánar um það í lok pistilsins. Flugmála stjórn

Fátítt er að fornsögur okkar tilgreini hvar ákveðnir gripir eða minjar séu niðurkomnar nokkrum öldum eftir að þeir komu til Íslands við landnám. 

En enda þótt kristni hafi verið lögvernduð trú landsmanna í meira en öld, þegar sagan er skrifuð, þykir ástæða til þess að greina frá því að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar séu enn í eldhúsi á landnámsbænum Reykjavík. 

Sagan af súlunum og þætti þeirra í landnáminu og þar með sögu þjóðarinnar er í hávegum höfð í Landnámu, enda þótt þær hafi verið heiðin tákn ca 125 árum fyrir kristnitökuna og haldið við lýði þremur öldum eftir landnámið. 

Ástæðan er ginnhelgin, sem landnám Ingólfs er umvafin, og nær út yfir þröng mörk einstakra trúarbragða og skammgræðgissjónarmið hótelbyggjenda. 

Einnig dramatíkin í sambandi við dráp hins trúlausa Hjörleifs Hróðmarssonar, sem trúmaðurinn Ingólfur taldi hafa sprottið af því að hann hafi ekki viljað friðmælast við landvætti landsins. 

Sjálfur lagði Ingólfur svo mikið upp úr þessari vættatrú, sem átti sér samsvörun hjá Indíánaþjóðflokkum í Ameríku og er meira að segja í gildi á Grænlandi, þar sem eignarhald einstaklinga á landi er ekki viðurkennd enn þann dag í ag, að hann hafði ekki einasta heimilisguði sína, súlurnar, meðferðis til landsins, heldur útbjó sérstaka helgi- og fórnarathöfn við landtöku þar sem heimilisguðirnir voru fulltrúar Ingólfs gagnvart landvættunum. 

Þessi staður var helgaður og varð helgur 46 árum á undan stofnun Alþingis og það sýnir hörmulegt virðingarleysi fyrir sögu og menningu þjóðarinnar hvernig á að hrauna yfir hana á "einum merkasta minjastað Íslands". 

Dæmin um smekkleysi og vanvirðingu vaða uppi eins og ónefnið Air Iceland connect í stað Flugfélags Íslands er dæmi um. Isavia. Logo

Á sviði flugsins má nefna lýsandi dæmi, hvernig hið flotta merki Flugmálastjórnar Íslands var eytt þegar rekstrinum var skipt í tvö svið, en í staðinn tekið upp merki Isavia fyrir annað sviðið, sem í fyrstu gat alveg eins verið merki fyrir fiskbúð en síðar tók við merki, sem virtist líkjast merki raftækjabúðar, nema að heiti Isavia er að vísu í því og veitir ekki af til þess að vitað sé, fyrir hvað það stendur. 

Þess þurfti hins vegar ekki varðandi gamla merkið. 

Gætum að gildi gamla merksins fyrir unnendur flugsins. Það líkist fugli á flugi, séðum framan frá, og á því eru tveir vængir, - flugmaður getur varla beðið um meira. 

En vængirnir í merkinu bera hins vegar í stað höfuðs fuglsins, þjóðartáknin á glæsilegan hátt, landvættina fjóra, íslenska fánann, - sjálft skjaldarmerki íslenska ríkisins. 

Þess vegna tekur síðuhafi það fram yfir önnur merki til að hafa í húfu sinni, þótt einhverjir kunni að telja menn með svona merki gamaldags og púkalega kverúlanta fyrir vikið. 

En þessu merki hefur nú verið kastað fyrir róða, líkast til af því að það hafi þótt svo hallærislegt og púkó, en nýja "raftækjabúðar"táknið svo nútímalegt. 

Í svona meðferð stórra og smárra menningarverðmæta felst ekki aðeins virðingarleysi og lítilsvirðing, heldur yfirsést hinum framkvæmdaglöðu, að það er hægt að meta menningarverðmæti til fjár varðandi ferðafólk, ef menn vilja endilega meta alla hluti til beinna peninga. 

Fórnar- og helgiathöfn Ingólfs Arnarsonar hefur langlíklegast farið fram við verðandi landnámsbæ, sem síðan var reistur yfir öndvegissúlurnar, og er steinsnar frá Víkurkirkjugarði, sem getur enn orðið fallegur og friðsæll griðastaður og eftirlæti gesta og gangandi í hjarta gamla miðbæjarins.  


mbl.is Einn merkasti minjastaður Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miða við sagnir um hvar Ingólfur setti út öndveigisúlur sínar þá eru straumar þannig að þær hafi varla komist fyrir reykjanesið. en er samála ómari í því mér finnst þetta frekar ósmekklegt hvernig farið er með meníngarminjar. þó trúlega hafi verið stór vopnaverksmiðja við tjörnina. sem þurfti mikið kjarr í uppkveikju voru þetta ekki einar 5.smiðjur frá svipuðum tíma. þó var það hjáhvætt hvernig var byggt yfir einn skálann

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 13:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei haldið því fram að Ingólfur hafi varpað súlunum fyrir borð út af Suðurlandi. Straumar hefðu borið þær vestur á Snæfellsnes eins og lík drengjanna sem fórust með Goðafossi. 

Ég hef áður lýst því að Ingólfur fann sjálfur hvernig Reykjavík var fyrsti staðurinn á leið hans vestur með landinu, sem var með góða höfn og gnægð nytja í eyjum og sundum Kollafjarðar auk skógarins á nesinu, samanber örnefnin holt. 

Landnáma segir rétt frá varðandi það að hann varpaði súlunum fyrir borð, en hann gerði það upp við fjöruna í Reykjavík.  

Ómar Ragnarsson, 18.12.2018 kl. 17:14

3 identicon

Sæll Ómar.

Samkvæmt Eyrbyggju þá var Þórólfur Mostrarskegg
10 árum á undan Ingólfi að nema land á Íslandi.

Þarf svo sem ekki að breyta neinu um hverju skuli
halda til haga í þessu efni.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 17:29

4 Smámynd: Haukur Árnason

 " Það var snemma á landnámsöld, tíu árum eftir komu Ingólfs Arnarsonar að því er segir í Eyrbyggju, og Þórólfur kom að nær ónumdu landi. Hann sigldi inn á Breiðafjörð og gaf honum nafn, skaut út öndvegissúlum sínum sem Þórsmynd var skorin á hét á Þór að vísa sér til landa. Súlurnar fundust reknar á nesi einu sem Þórólfur kallaði Þórsnes. Nam hann svo land á milli Stafár og Þórsár, reisti hof og nefndi bæ sinn Hofstaði."  ( Wikipedia )

Hvort er rétt, 10 árum á undan eða eftir, ?

Haukur Árnason, 18.12.2018 kl. 17:46

5 identicon

nei ómar heldur því ekki fram en skrifar um vættatrú sem varla stenst ef hann hefði látið straum ráða. seinlega rétt að hann hafi látið þær út fyrir utan reykjavík Island var auðvita þegt löngu fyrir landnám menn tala um veiðistöð þessa svo seinlega hafi menn haft sumardvöl hérlendis

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 18:19

6 identicon

maður fylgist ekki nógu vel með en það stendur um landnámið þá er Ingólfur sá ísland skaut hann fram öndveigisúlunum og mælti  þar skildi  hann byggja þar sem þær kæmu að landi þar sem hann kom frá noregi hefur hann varla séð  fyrst in faxaflóa en auðvita hefur ómar rétt fyrir sér menn hafa seinlega tekið sé smá skáldaleyfi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 18:28

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir það Ómar við erum orðin of alþjóðasinnuð Súlurnar hefðu geta lent í Hofsvík eða kjalarnesi. Það hefir fundist landnámshringur en Þórarin Þórarinsson er með kenningu þar sem öll kennileiti eru fyrir hendi. 

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 18:31

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já með vörðum og öllu  og auðvita keilir þar með suðurgotu ásamt heimabæ hans

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 18:32

9 identicon

Haukur! Samkvæmt þessum texta þá er Þórólfur Mostrarskegg
        fyrr á ferð, - 10 árum fyrr.

        Og önnur gögn sem til staðar eru vísa sömu leið.

        Sennilega er þetta hálfgerður bömmer
        þegar allt kemur til alls!!

Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 18:52

10 identicon

"Það var tíu vetrum síðar en Ingólfur Arnarson hafði farið að byggja Ísland og var sú ferð allfræg orðin því að þeir menn er komu af Íslandi sögðu þar góða landakosti.


4. kafli

Þórólfur Mostrarskegg fékk að blóti miklu og gekk til fréttar við Þór, ástvin sinn, hvort hann skyldi sættast við konung eða fara af landi brott og leita sér annarra forlaga en fréttin vísaði Þórólfi til Íslands.

Og eftir það fékk hann sér mikið hafskip og bjó það til Íslandsferðar og hafði með sér skuldalið sitt og búferli. Margir vinir hans réðust til ferðar með honum. Hann tók ofan hofið og hafði með sér flesta viðu þá er þar höfðu í verið og svo moldina undan stallanum þar er Þór hafði á setið.

Síðan sigldi Þórólfur í haf og byrjaði honum vel og fann landið og sigldi fyrir sunnan, vestur um Reykjanes. Þá féll byrinn og sáu þeir að skar í landið inn fjörðu stóra.

Þórólfur kastaði þá fyrir borð öndvegissúlum sínum,..."

Svo segir í Eyrbyggju. Hvernig sæmilega læs maður fær út úr þessum texta að Þórólfur hafi verið á ferðinni tíu árum á undan Ingólfi er óljóst.

Og um að Ingó hafi verið við fjöru í Reykjavík þegar hann kastaði súlunum fyrir borð: Hvers vegna sendi hann þá Vífil og Karla frá Ingólfshöfða til að leita þeirra?  Þessi saga um súlurnar er alþekkt þjóðsagnaminni og kemur víða við, bæði í íslenskum og erlendum landnáms- og landafundasögum. Langlíklegast er að súlunum hafi alls ekki verið kastað fyrir borð en Golli sest að þar sem hann fann besta höfnina á meginlandinu enda sjómaður frækinn.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 22:02

11 Smámynd: Haukur Árnason

Húsari, hvaða aðrar heimildir ertu að lala um ? Aðrar en Eyrbyggju ?

Haukur Árnason, 19.12.2018 kl. 00:09

12 identicon

Þorvaldur! Fræðimenn hafa verið sammála um þetta efni
fyrr og síðar enda stendur það skýrum stöfum í ívitnuðum texta.

EF menn eru lítt handgengnir slíkum textum og stílbrigðum
þessara sagna þá verður það bara að vera þannig.

Ég gef þér hvorki vit né sýn!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 00:24

13 identicon

Hverjir eru þeir fræðimenn? Það vill svo til að ég er fræðimaður á þessu sviði og hef aldrei heyrt þessa kenningu. "Það var tíu vetrum síðar en Ingólfur Arnarson hafði farið að byggja Ísland og var sú ferð allfræg orðin því að þeir menn er komu af Íslandi sögðu þar góða landakosti." Þessi klausa, beint úr Eyrbyggju, þýðir orðrétt: Það sem nú gerðist var tíu árum síðar en Ingólfur hafði farið til Íslands; nú eru tíu ár frá því Ingó fór til Íslands. Þá fer Þórólfur að hugsa sér til hreyfings enda hafði hann margt heyrt af landkostum þar og kominn í ónáð hjá kónginum.

Það er bókstaflega ekkert í þessum textum sem bendir til annars en Ingó hafi verið á undan Þórólfi.  Svo geta menn deilt um hvort þessir menn voru í raun og veru til og hvort frásagnir af landnámi eru eftiráskýring til að styðja tilkall valdaætta á 12. og 13. öld til valdanna. En það breytir ekki því hvað stendur í textanum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 07:26

14 identicon

Haukur! Ef þér er alvara með spurningunni og hvort heldur sem er
        þá eru Grágás, Járnsíða og Jónsbók þær bækur sem að einhverju
        er stuðst við til samanburðar.

        Fræðimenn sem um efnið hafa fjallað í nútíma sem
        á fyrri tíð ætti ekki að þurfa að tyggja upp enda
        varla í raun teljandi nema á fingrum annarrar handar!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 11:58

15 identicon

Þótt ég heiti Þorvaldur en ekki Haukur. Þú hefur sem sagt ekki hugmynd um þetta. Fræðimenn sem fjallað hafa um landnám og þá texta sem því tengjast skipta þúsundum í aldanna rás og mætti byrja að telja Ara fróða, Arngrím Jónsson, Brynjólf Sveinsson, Odd Einarsson, Árna Magnússon,Finn Jónsson, Finn Magnússon,Björn M. Ólsen, Sigurð Nordal, Jón Aðils, Jónas Jónsson, Einar Ólaf Sveinsson, Björn Karel Þórólfsson, Björn Þorsteinsson, Ólaf hansson, Bergstein Jónsson, Guðna Jónsson, Jón Guðnason, Bjarna Guðnason, Sveinbjörn Rafnsson, Helga Þorláksson, svo nokkrir Íslendingar séu nefndir af handahófi og öllum útlendingum, sem skipta þúsundum, sleppt. Mér þætti afar fróðlegt að þú bentir á þann stað í ritum þessara manna þar sem þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að Þórólfur hefði sest hér að á undan Ingólfi. Þá væri ekki síður fróðlegt að þú bentir á þá staði í Grágás, Járnsíðu eða Jónsbók sem minnst væri á þá félaga, og hversu Þórólfur hefði orðið á undan, en það eru sem kunnugt er lögbækur en ekki sagnfræðirit.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 12:40

16 identicon

Þorvaldur!

Ekki ríður nú fræðimennska þín við einteyming
þegar þú í flumbrugangi, yfirgangi og rembingi
tekur að þér að eigna þér svör sem öðrum eru ætluð
og aukinheldur að svara fyrir aðra!

Eða ertu svona vitlaus, tókstu ekki eftir því
að ég var að svara Hauki Árnasyni?

Ekki er von að vel fari með alyktunarhæfni þína
á öðrum sviðum ef annað hjá þér er eftir þessu.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 16:01

17 identicon

Sæll Ómar.

Eins og þér er svo velkunnugt
þá hafa menn í gegnum tíðina
stuðst mjög við lögbækur liðinnar
tíðar við að ákvarða um aldur handrita
og hafa þá skýlaust borið lagatexta handritanna
saman við texta Grágásar, Járnsíðu og Jónsbókar.

Einar Ólafur Sveinsson notaði þessa aðferð
og er byrjendum sem er þetta ókunnugt bent á þetta
og að kynna sér niðurstöður þessa ágæta manns.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 17:17

18 identicon

Reiðin er úrræði hins rökþrota manns. Hverju ætlarðu annars að svara því að sýnt hefur verið fram á að það er misskilningur að Þórólfur hafi verið á undan Ingólfi og fjarstæða að lesa það að svo hafi verið úr texta Eyrbyggju?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 18:43

19 identicon

Og; handrit eru ekki aldursgreind með samanburði við lögbækur. Þar koma til önnur atriði svosem stafagerð, stafsetning, ritvillur, efnisinnihald bleks og fleira. Hins vegar má stundum fara nærri um aldur sagna með samanburði við lagatexta. Svo er til dæmis um Njálu sem hefur verið talin rituð um 1280 þótt ekkert handrit hennar sé svo gamalt. Í henni var einmitt Einar Ólafur sveinsson mikill fræðingur. En lagaaðferðin kemur ekki að notum við aldursgreiningar sagna nema í þeim sé lagatexti og svo er um mjög fáar þeirra.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband