Man nú enginn Ólaf Thors, Bjarna Ben eldri og Eðvarð Sigurðsson?

Á fyrstu árum Viðreisnarstjórnarinnar 1959-1971 ríkti býsna hörð togstreita á milli Verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar. 

Sumarið 1961 var hart verkfall hinna fjölmennu félaga verkamanna, sem enduðu með kjarasamningum upp a 13 prósent kauphækkun. 

Strax í kjölfarið felldi stjórnin gengi íslensku krónunnar um, - ja, - auðvitað 13%. 

Skýr skilaboð og verðbólgan óx og rýrði kjarabotina að miklu leyti. 

Um áramót 1962-63 stefndi í enn harðari rimmu, og var borin fram á þingi mjög stíf tillaga um að þingið gripi inn í deiluna á þann hátt, að orðið "stríðsyfirlýsing" var notað. 

Síðuhafi minnist enn kvöldsins, þegar útlitið var afar svart. 

Á síðustu stundu tókst að afstýra því að allt færi upp í loft með því að tillagan var dregin til baka, að miklu leyti fyrir frumkvæði Ólafs Thors, eins konar svanasöngs hans í stjórnmálum, en í kjölfarið hófst nýtt tímabil í kjaradeilum hér á landi, kennt við svonefnt júnísamkomulag 1964 og annað júnísamkomulag 1965. 

Þar var farin mun víðtækari leið til inngrips af hálfum ríkisvaldsins en áður hafði tíðkast, ef undan er skilin lausn sex vikna verkfallsins 1955. 

Kjölfestan í þessari stefnu var sérstakt trúnaðarsamband Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Eðvarðs Sigurðssonar, formanns verkamannafélagsins Dagsbrúnar. 

Deilurar þessi ár leystust með stórbrotinni félagslegri lausn í húsnæðismálum, auk fleiri mikilsverðra atriða. Stór hluti nýs íbúðahverfis í Breiðholti var ágætt dæmi um slíkt. 

Á árunum eftir 1955 var til dæmis lagður grundvöllur að því lífeyrissjóðakerfi, sem vaxið hefur æ síðan. 

Þegar þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben komust til valda 2013, virtust þeir ekkert hafa lært af því sem að ofan er nefnt eða þá ekki að hafa vitað neitt um það, nema hvort tveggja sé. 

Spurningin ef hvort Bjarni hefur lært eitthvað síðan, og verður að vona að forsætisráðherrann geti haft einhver áhrif til þess að finna lausn. 


mbl.is „Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er spurning um heiðarleika.

Ég hlusta á Halldór Benjamín og hann fer yfir málin af heiðarleika með staðreyndum. Hann og Ragnar Þór eru saman á fundum og maður getur hlustað á þá báða og hugsað að þar fari vitibornir menn. En því er ekki að heilsa þar sem Sólveig Anna fer sem vill bara styrjöld strax.Hún og Fjögralaufasmári er hættulegt fólk sem má ekki fá að ráða öllu.

Halldór Jónsson, 20.12.2018 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband