Stefnir rólega en með vaxandi þunga í gamalkunnugt far?

1939 var framkvæmd fyrsta hressilega gengisfellingin þegar ljóst var, að íslenska krónan gæti ekki fylgt þeirri dönsku eins og hún hafði gert upphaflega í kjölfar fullveldisins. 

Raunar hafði hægri stjórn hækkað gengið á þriðja áratugnum af svipuðu hugarfari og síðar gerðist í mun stórfelldari mæli hjá annarri hægri stjórn á árunum fyrir Hrun 2008, og það átti eftir að koma í bakið á mönnum, bæði þegar kreppan skall á hér á landi 1930 og 31 og þegar efnahagshrunið hófst veturinn 2007-2008. 

Í þau tæpu 80 ár síðan gengisfellingarþróunin og verðbólgan hafa ríkt að mestu, hefur krónan fallið um það bil 600 falt og eftir nokkur afbrigðileg og einstæð uppgripaár vegna sprengingar í ferðaþjónustu og lágs olíuverðs lengi vel, sem skópu möguleika á háu gengi, er nú komið að því að varla verður lengur komist hjá því að verðbólgan fari aftur af stað. 

Spurningin er bara, í hve miklum mæli það verður. 

Ráðandi íslensk öfl hafa hins vegar algerlega vanrækt að nota dýrmætt tækifæri til að lagfæra kjör hinna verst settu, heldur þvert á móti skóflað að elítunni og hinum best settu þvílíkar hækkanir launa, að það hefur verið eins og blautt handklæði framan í þá, sem minnst mega sín. 

Valdataka róttækari afla í stærstu verkalýðsfélögunum verður kennt um það, ef aftur kemst á gamalkunnugt átakaástand á vinnumarkaði, en það var græðgi ráðamanna og þeirra og þeirra eigna- og tekjumestu ( að undanteknum forseta Íslands)sem var ástæðan fyrir þessari valdatöku. 

Þess vegna stendur þjóðfélagið nú á öndinni af óvissu og kvíða á sama tíma og hægt hefði verið að skapa hér möguleika á áframhaldandi stöðugleika og minnkandi misrétti.  


mbl.is Mesta verðbólga síðan árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

hefurðu hugleitt Ómar hvernig staðan væri í kjaramálunum núna með hundruðir samninga ef hér væri  Evra en ekki króna? Hvaða kröfur myndu Sólveig Anna og ráðgjafinn góði FjögralaufaSmári vera með núna? Og hvað myndi Halldór Benjamín geta ssagt um það sem til skiptanna væri?  Hvað segja þeir í Þýskalandi um nýja kjarasamninga annað hvert ár?

Halldór Jónsson, 20.12.2018 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband