Fyrirsjáanleg byrjun á öðru verra? "Mannleysu"stríð.

Nú eru kominn allmörg ár síðan hér á síðunni var varað við þeirri ógn, sem stafa myndi af annars frábærri uppfinningu, drónunum, og hvatt til þess að gert yrði mikið átak til þess að bregðast við þeim möguleikum, sem hin nýja tækni gæfi til þess að gera hana að gríðarlegri ógn. 

Því miður virðast þessar áhyggjur ekki hafa verið ástæðulausar, sérstaklega varðandi andvaraleysið gagnvart drónatækninni, því að undrun vekur hve lítils bresk lögregla virðist mega sín gagnvart ógninni við Gatwikflugvöll.

Það er stórmál, ef nýjustu atburðir reynast vera fyrirsjáanlegt upphaf á öðru og mun verra, fyrirbæri, sem kalla mætti "mannleysu"stríð í útvíkkuðum skilningi.  


mbl.is Lögregla leitar stjórnanda drónanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látum nú vera þótt lögreglan hafi engin úrræði. Verra er ef breski herinn kann engin ráð til að stúta þessum dóna-drónum. Voru ekki Hollendingar byrjaðir að þjálfa ránfugla til að grípa dróna?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 21.12.2018 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband