Afi sýndi fermingardrengnum raunveruleikann á gamlárskvöld.

Fram yfir miđja síđustu öld var gamlárskvöld gerólíkt ţví sem nú er. Yngra fólkiđ fór á áramótadansleiki ţetta kvöld, sem stóđu langt fram á nótt. 

Afi og amma höfđu barnabörnin hjá sér yfir nýársnóttina og síđan komu mamma og pabbi til ađ sćkja ţau eftir hádegi á nýársdag. 

Stór hluti unglinga og einhleypra ungra manna stóđu fyrir hálfgerđu óeirđaástandi, einkum í miđbćnum. 

Síđuhafi var hjá ömmu Ólöfu og afa Finni á gamlárskvöld, og um fermingaraldur leyfđi afi mér ađ fara međ sér niđur í bć til ađ upplifa ţetta furđulega ástand og fá nasasjón af raunveruleikanum. 

Ţegar litiđ er til baka var ţetta fáránlegt ástand, hrein villimennska, en lögregla og yfirvöld stóđu ráđţrota ţrátt fyrir ađ allt tiltćkt liđ vćri kallađ út. 

Fermingardrengnum ţótti magnađ ađ sjá ráđist á lögreglustöđina í Pósthússtrćti og rúđurnar brotnar í henni međ grjótkasti. 

Sem betur fór fundu menn ráđ. 

Á sjötta áratugnum duttu menn niđur á ţađ snjallrćđi ađ leyfa stórar áramótabrennur, sem fjölgađi hratt međ árunum, og ţá var eins og botninn fćri ađ detta úr óeirđastemningunni. 

Ţetta gerđist undra hratt og óeirđaástandiđ hvarf ađ mestu á nokkrum árum. 

Smiđshöggiđ rak íslenska sjónvarpiđ međ tilkomu sinni 1966 og gerđ sérstaks Áramótaskaups strax fyrsta gamlárskvöld sjónkans. 

Međ tilkomu ţess hurfu áramótadansleikirnir jafn hratt og óeirđirnar rúmum áratug fyrr og í stađinn fór margt fólk ađ fara út á nýárskvöld í vandađar áramótaveislur. 

Ţetta var alveg mögnuđ breyting í heild sinni og sýndi, ađ ţađ var alveg eins hćgt ađ svala ţörf fjöldans á fleiri ein einn veg fyrir ţví ađ gera sér dagamun á áramótum.  

 


mbl.is Ein verstu áramótin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Góđur!

 Eigđu góđ áramót og takk fyrir ađ vera ţú.

 Góđar stundir, međ áramótakveđjum ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 31.12.2018 kl. 02:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, sömuleiđis, međ bestu áramótakveđjum. 

Ómar Ragnarsson, 31.12.2018 kl. 05:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband