Það var margt ansi gott í skaupinu.

Það var gott tempó og flæði í skaupinu í kvöld, og mörg atriðin beitt og skemmtileg, en auðvitað eru skoðanir ætíð skiptar um einstök atriði, enda spurning um smekk þess sem horfir og hlustar. 

Það hefur verið sagt að Klausturmálið hafi komið á síðustu stundu ansi flatt upp á aðstandendur skaupsins en þeir unnu vel úr því, enda var það eins og rökrétt framhald í meginstefi Metoo-byltingarinnar og því eins og hvalreki upp í fangið á skaupfólkinu. 

Síðuhafi þakkar fyrir sig og hefur á tilfinningunni að þetta hafi verið gott skaup.  

 


mbl.is Tíst um Áramótaskaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála. Ég bjóst við vinstri slagsiðu en hún var ekki

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2019 kl. 00:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var hikstalaust andtrúarleg slagsíða í þættinum (enda gerðist Gnarrinn guðleysingi, eftir að hafa áður gerzt kaþólikki fáein misseri, raunar á fremur grunnhygginn hátt, án þess að kynna sér t.d. að gagni hinar kaþólsku miðaldir). Þessi andtrúarlega slagsíða birtist einkum í árásum á séra Ólaf Jóhannsson, þar sem Gnarr leyfði sér að búa til hvað sem er eftir sínu eigin höfði, níddi manninn í raun niður með ítrekuðum hætti langt umfram raunveruleg tilefni.

Sr. Ólafur er alls enginn stuðningsmaður kaþólskunnar, þvert á móti mjög lútherskur og langtum betur lútherskur og Nýja-testamentis-trúrri í kenningu sinni og boðun heldur en hin svikula* Agnes biskupsnefna.

En Gnarr vinnur gegn kristindómi, og í lokin, eftir hressilega innkomu þeirra yngstu, mætir svo maður nokkur í skaupið, um eða undir þrítugu, og kveður upp Gnarr-lokadóminn (og sízt neinn Salómonsdóm): Guð er ekki til eða: Það er enginn Guð, eitthvað á þá leið, rétt eins og Nietzsche væri að tala, en GNARR var þetta, maðurinn sem fær að útbásúna sín (fyndnu?) viðhorf, þegar kannski 75% þjóðarinnar fylgist með, maðurinn sem fær að gera þetta án þess að rökstyðja nokkuð sitt viðhorf, þvert á móti gefur hann sér jafnvel forsendur að eigin vali, eins og um sr. Ólaf og líka um falsað rapport af mínum viðhorfum, sem hann tíndi til í endurnýttu "Indriða"-skoti sínu (í síðasta þætti Gísla Marteins) á rökstudda gagnrýni mína á "hinseginfræðslu" krakka í skólum. Fölsun og einhliða rangtúlkun beitti Gnarr þar rétt eins og gegn sr. Ólafi.

Örugglega leynist einhver vinstri slagsíða í þættinum, t.d. slapp Dagur B. í raun allt of vel þar út úr braggamáli sínu, mun betur en Klaustursmenn t.d. (jafnvel Ólafur Ísl.). Þar fyrir utan hefði sitthvað í þættinum mátt missa sig.

* "Hin svikula Agnes" -- þetta get ég rökstutt og hef gert.

Jón Valur Jensson, 1.1.2019 kl. 02:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Klaustursatriðið var of langt og hætti að vera fyndið eftir að það var hálfnað og þá byrjað að vera jafn sorglegt og það sem var í raun sagt í þeim samtölum. Það hætti að vera fyndið þegar það breyttist í hreina endursögn á þeim sorlegu atburðum. Annars fínt skaup að öðru leyti.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2019 kl. 04:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður aldrei toppað sem Laddi,Siggi Sigurjóns,Pálmi,sem sagt Spaugstofan öll skilur eftir sig. Þeir krydduðu líka afurð sína með dágóðum söngvum og textum og vissu hvað þjóð án áhrifa yfirþjóðlegra afskipta,gat slakað á við hverskonar pólitískt grín; Það væri samt gott að horfa aftur á Skaupið 2018,vegna smá erils hér.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2019 kl. 04:51

5 identicon

 Ekki vantaði ãróðurinn og dõlgsháttinn, en lítið fõr fyrir húmornum.

Og þetta er maður neyddur til að borga fyrir, egóflipp illa gefinna RÚV õgeða.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2019 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband