Sum atriđi úr skaupum verđa klassísk og lifa.

Um nokkurt skeiđ voru gömul Áramótaskaup endursýnd í sjónvarpi. Viđ ţađ ađ horfa á ţau kom vel í ljós hvađ ţau endast misvel. 

Eitt ţeirra var ţannig, ađ ekkert atriđi í ţví hafđi fest í minni. 

Önnur, svo sem skaupiđ 1986, lifa enn í heild sinni í minningunni, enda snilldarvel fariđ međ atriđi eins og leiđtogafundinn í Höfđa og drekkingu hvalbátanna í Reykjavíkurhöfn. 

Nefna má atriđi af handahófi: Laddi í hlutverki pönkarans á ţeim tíma sem sú bylgja stóđ hćst, einnig sem lesari fyrir Bjarna Fel ađ ekki sé minnst á hinn ógleymanlega Magnús bónda, sem upphaflega varđ til hjá honum ţegar hann sá hjá síđuhafa viđtal, sem veriđ var ađ klippa viđ bćndur á einangrađri eyju. 

Edda Björgvinsdóttir sem ölvađa konan á bílnum. 

Skattmann var óborganlegur í samvinnu ţeirra Gísla Rúnars Jónssonar og Björns Emilssonar upptökustjóra. 

Upphaf skaupsins sem var undir stjórn Óskars Jónassonar var eftirminnilegt og stenst tímans tönn og enn er í minni Magnús Magnsússon sem ekki gat veriđ í takt viđ ađra í Víkingaklappinu. 

Og nú hefur hommaatriđiđ í skaupinu í fyrrakvöld orđiđ dćmi um hárbeitt og magnađ háđ, sem hreyfir viđ fólki og verđur klassískt. 


mbl.is „Gríđarleg viđbrögđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég sammála ţér Ómar  - ef til vill kominn tími til ađ svo yrđi (broskarl)

ein rök eru - ţví einsog svo margar einskisnýtar reglur ţá er auđvita er hćgt ađ BANNA hommum ađ gefa blóđ en ţađ er bara ekki hćgt ađ framfylgja slíkum reglum eftir af neinu viti

Grímur (IP-tala skráđ) 2.1.2019 kl. 21:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband