Hvernig væri að hafa fyrst núverandi flugvelli í lagi?

Fyrir liggur að tifandi tímasprengja er í gangi í flugvallakerfi landsins hvað varðar millilandaflugvellina vegna stórfelldrar vanrækslu í viðhaldi þeirra og viðgangi.

Alltof fá stæði eru fyrir flugvélar á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og brautin á Egilsstöðum er skuggalega stutt. 

Allt tal um að Árborgarflugvöllur geti verið hentugur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurfluvöll byggist á vanþekkingu og óskhyggju, að því er virðist án minnstu athugunar á veðurfræðilegum og landfræðilegum aðstæðum, sem ætti að athuga fyrst til hlítar á undan öllu öðru. 

Árborgarsvæðið er nefnilega á nákvænlega sama veðurfarssvæði og Keflavíkurflugvöllur með sömu verstu vindáttum, suðlægum sudda- þoku- og súldarveðrunum fyrir opnu hafi. 

Hins vegar er Reykjavíkurflugvöllur á öðru veðurfarssvæði en Keflavíkurflugvöllur í þeim vindáttum sem oftast valda hvassviðri með þoku, sudda og súld, það er, sunnan, suðaustan og austsuðaustan vindi, því að í þeim vindæattum hreinsar 700 metra hár Reykjanesfjallgarðurinn rakann upp þegar hann skellur á þessum náttúrgerða varnarvegg.

 

Á Árborgarsvæðinu skortir nær alla nauðsynlega innviði fyrir millilandaflug, gagnstætt því sem er í Reykjavík og á Akureyri. 

Í Reykjavík er á einfaldan hátt hægt að stórbæta völlinn, m.a. neð því að kengja vesturenda a-v brautarinnar. 


mbl.is Fundað um alþjóðaflugvöll í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það er eitthvað að viðhaldi, þá er við ISAVIA að sakast.  Þeir eiga að sjá um það.  Nóg rukka þeir fyrir.

Svo held ég ekki þetta eigi að vera neinn varaflugvöllur.  Bara flugvöllur.  Auka flutningsgeta.  Þú veist: það sem ríkinu er mest illa við núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2019 kl. 18:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ísland er um 1300 kílómetra frá þéttu flugnallakerfi Evrópu. Þessi einstæða sérstæða verður að vera virt. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2019 kl. 18:52

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé ekki betur en þessir peyjar í Árborg vilji þétta hér netið.  Það ætti að vera jákvætt.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2019 kl. 23:25

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Veggjöld eru af svipuðum meiði. Loforð um bulllausnir sem standast ekki nokkur skapaðan hlut. Eintómt blaður og niðurstaðan er ávallt sú sama.: Auknar álögur á. Vinnandi fólk. 

 Hvað ætli þessi einskisnýti fundur hafi kostað og hvað ætli mátt hefði bæta í margar holur fyrir þann kostnað, hvort heldur á vegum eða flugvöllum?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2019 kl. 02:23

5 identicon

Ómar, í einstaka tilfellum kemur vestan gola með þoku vestan heiðar þegar bjart er hér fyrir austan. Það hefur oft bjargað litlum vélum en þetta með millilandaflugvöll og það niður við strönd er hæpið. Þar er vindur t.d 15 - 20% meiri en á Selfossi - Hellu og Hvolsvelli. Ótrúlegt að detta þetta í hug.

Ólafur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.1.2019 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband