Þriggja vikna skothríð vonandi loksins lokið?

Smá innskot um blæ hátíða og helga í nánd við heimili síðuhafa og vafalaust miklu víðar.

Þegar venjuleg helgi og Þorláksmessa liggja saman er það reynsla síðuhafa, að búast megi við að skotelda- og flugeldaskothríðin hefjist eftir hádegi 20. desember og standi linnulítið í þrjár vikur frá´því á morgnana þar til komið er langt fram á nótt.

Tímabilinu lokið?

Alls óvíst. 

Skothríðarsólarhringar og skothríðarhelgar geta komið hvenær sem er.

Reglur um meðferð skotelda og flugelda - hvað?   


mbl.is Flugeldaslys við Réttarholtsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er ekki nóg með að þetta sprengjudót sé heilbrigðisvandamál heldur ekki síður er þetta mjög alvarlegt dýravelferðarmál. Af þeim sökum er fyllilega réttlætanlegt að banna þessa "skemmtun" sprengjuvarganna.

Fallast má á afmarkaðar flugeldasýningar vegna sérstakra tilefna en eins og þú segir Ómar, þá er það ólíðandi að verið sé að sprengja þetta púður í fleiri vikur á ári. 

Í raun ættu að gilda svipaðar reglur um sölu flugelda og skotvopna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2019 kl. 02:18

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, það er þessar reglur eins og aðrar reglur, það þarf lögreglu til að framfylgja þeim, en svo er ekki hér á landi. 

Ómar ertu bara með höfuðtól yfir eyrunum til að útiloka háfaðan?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.1.2019 kl. 05:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, ég nota einfalda eyrnatappa þegar á þarf að halda og lifi bara með þessu.

En hér er blokkasamstæða með 117 íbúðum þar sem býr að langmestu leyti aldrað fólk, margt af því afar viðkvæmt og í þörf fyrir það sem lög um almannafrið fjalla um en ekkert er farið eftir. 

Ómar Ragnarsson, 8.1.2019 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband