Íslenski þjóðsöngurinn hvorki sá langlengsti né erfiðasti.

Á þeim fjórum áratugum sem liðu frá því hann hóf að starfa ´sem íþróttafréttamaður í sjónvarpi hjá RÚV og endaði á Stöð tvö (Sýn) þurfti hann að hlýða á þjóðsöngva ótal landa mörg hundruð sinnum.

Eitt af fyrstu verkefnunum á RÚV var að fljúga á einum degi hring um landið og velja myndskeið tekin úr lofti fyrir "háfleyga" útgáfu af tónlistarmyndbandi með laginu til að sýna í dagskrárlok eða við svipuð tækifæri.  

Lengi vel virtist íslenski þjóðsöngurinn, 2 mínútur og 7 sekúndur,  vera lang lengstur og erfiðastur í flutningi, - lang mest tónsvið, enda hafa gagnrýnendur hans löngum haldið því fram. 

En lausleg rannsókn um síðustu aldamót sýndi að hvorugt var allskostar rétt.

Það fundust sem sagt þjóðsöngvar sem gátu verið lengri í flutningi og með stærra tónsvið.

Það er hægt að flytja íslenska þjóðsönginn á 1 mínútu og 40 sekúndum, sem er álíka lengd og á þeim bandaríska. 

Og sá bandaríski spannar 19 tónbil, en heyrist oft látinn spanna 24 tónbil, eða hvorki meira né minna tvær áttundir og þykir flott.

Sá íslenski spannar 22 tónbil en er aldrei þaninn upp fyrir það.

                     Lengd        Tónbil

Þjóðsöngur Breta:    0:37          10

     "     Rússa     1:16          17

     "     Frakka    1:25          14

     "     BNA       1:40          20

     "     Íslands   1:40 - 2:07   22 

Ísland ögrum skorið  1:10          10

     

 


mbl.is Þjóðsöngurinn hljómaði til enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband