Skógurinn sem enginn fær að sjá í fjölmiðli.

Sveitarstjórn Reykhólaleið hefur "samþykkt" "tilboð, sem ekki er hægt að hafna", sem er gamalkunnug aðferð til nota afgerandi hótanir til að kúga fólk til hlýðni með afarkostum. 

Settir eru fram tveir kostir um Vestfjarðaveg um Reykhólahrepp:

Annað hvort eiga þau í hreppsnefndinni að vera hlýðin og samþykkja kostinn, sem Vegagerðin heimtar að sé tekinn, eða að það verði ekki verði lagður neinn nýr vegur.

Nú hefur klofin sveitarstjórn "samþykkt" afarkostina og þessu "samþykki" er slegið upp í fréttum.

Ýmis önnur gamalkunnug brögð hafa verið notuð við að valta yfir heimamenn, og fyrir því standa öfl sem gjarnan hafa hreykt sér af því að standa vörð um vilja heimamanna, svo sem skipulagsvald þeirra.

Göng undir Hjallaháls voru slegin út af borðinu með augljósum reikningskúnstum og enn hefur ekki sést mynd af Teigsskógi sjálfum í fjölmiðlum.    


mbl.is Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú. Hefðu ekki verið hæg heimatökin hjá þér og þínum að sýna okkur fáfróðum myndir af skóginum á RÚV okkar allra? 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 20:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hæg heimatökin"?  Orkumálastjóri hældi sér af því í Kastljósi á dögunum að hann væri með 90 nýjar virkjanir í bígerð. Ég hætti sem fastur starfsmaður á RUV 2006.

Tókst þó að eyða einum degi í að aka vestur og ganga eftir skóginum síðsumars 2005 og fá birt myndskeið í lok fréttatíma, þar sem aðeins var pláss fyrir 15 sek texta. 

Síðan þá hafa eðlilega ekki verið nein "hæg heimatök" fyrir mig þar á bæ né á öðrum sjónvarpsstöðvum.

Ég hef fórnað öllum eigum mínum í baráttu við mörg þúsundfalt ofurefli peninga, valda og aðstöðu. Gegn slíku ofurefli er einn fyrrverandi fréttamannsræfill í augum peningavaldsins bara eins og lítill maur til að troða niður.   

Mér tókst að fljúga lágt eftir skóginum 2007 og sýna það myndskeið á ráðstefnu vestra um tvær risaolístöðvar sem átti að reisa í Dýrafirði.

Það var stóra Vestfjarðamálið á þeim árum.

Til þess að upplýsa um það mál fór ég sérstaka ferð til Noregs til að sýna dýrðina sem átti að "bjarga Vestfjörðum" með því að skoða risastöð norður af Björgvin og aðra við Oslófjörð, auk heimsóknar í höfuðstöðvar Statoil í Osló. 

Ómar Ragnarsson, 22.1.2019 kl. 22:41

3 identicon

Þegar fáfróður eyjaskríllinn ætlar sèr að eyðileggja einstakar náttúruperlur á heimsvísu stoppar hann enginn

dodds (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 00:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

...í Dýrafirði og Arnarfirði." átti það að vera.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2019 kl. 01:18

5 identicon

Við erum þá semsagt að tala um samsæri fjölmiðla í þessu máli?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 06:28

6 identicon

auðvitað notar náttúrverndarsinnar aldrei þessar aðferð. tökum smá dæmi vatnajökulsþjóðgarður. ekki mikið lýðræði þar. en seinleg er yfirgangur réttlætanlegur ef málstaðurinn er góður. um þennan blessað veg þá  tefst eflaust eitthvað en hvor leiðin sem hefði verið valinn þetta rifrildi er þó skára en hitt rifrildið. einsog ómar veit er hægt að komast reiknislega að hveri niðurstöðu sem menn fylja það sést á hvalárvirkjun sem takast á tveir hópar seinlega hafa báðir reiknínglega rétt fyrir sér

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 07:27

7 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég fór fyrir tveimur árum aað skoða Teigsskóg, en fann bara venjulegt kjarr.

það getur varla verið neitt vandamál sð leggja þar veg, ekki fremur en um Hallormsstaðaskóg, Húsafell, Aðaldalshraun eða milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar.

Illa væri komið fyrir frændum okkar í Skandinavíu ef ekki mætti leggja veg gegnum skóglendi !

Þórhallur Pálsson, 23.1.2019 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband