Görótt blanda en óhjákvæmileg.

Í aðdraganda Hrunsins komu þau gömlu sannindi í ljós að peningar og stjórnmál eru eitruð blanda, Það hefur sannast víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem meirihluti vinnu þingmanná fer í þjónkun við fjársterkustu fyrirtækin og auðkýfinga, sem styðja þingmenn beint. 

Það er engin tilvilljun að Trump gerir hvað hann getur til að losa hömlur af því auðræði sem ásamt tilheyrandi spillingu er einn helsti dragbíturinn á bandarísku lýðræðisþjóðfélagi.

Öll félagsleg starfsemi þarf einhver framlög eða fjármuni til þess að koma boðskap á framfæri. 

Það er af þessum sökum sem það er illskárra, þótt það þyki geta falið í sér görótta blöndu og því fylgi gallar, að styðja nauðsynlega starfsemi stjórnmálaflokka af opinberu fé.

Lýðræði kostar peninga.  

En miklu skiptir að gera það á sem sanngjarnastan hátt auk þess að setja jafnframt sem skynsamlegastar reglur um beinan stuðning einstaklinga og fyrirtækja.    


mbl.is 744 milljónir króna til flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góður Ómar..!

Már Elíson, 27.1.2019 kl. 13:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vandinn við opinberan stuðning við stjórnmálaflokka er að þannig kemst á ákveðinn vítahringur: Stuðningurinn fer eftir atkvæðavægi. En atkvæðavægi fer svo oft að  talsverðu leyti eftir fjárrráðum. Og ný framboð hafa ekkert atkvæðavægi, og því ekkert opinbert fé, og takmarkanir á stuðning einstaklinga og fyrirtækja hindra að þau geti sótt nægilegt fé þangað.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband