Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn með 40% fylgistap?

Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins 1920 til 2013 naut flokkurinn í kringum 40% fylgis á landsvísu og komst í 48% 1931.

Allt til 1994 var flokkurinn með meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum árunum 1978-82; fylgið komst 1959 og í valdatíð Davíðs Oddssonar, - og fylgi Sjalla allt til 2010 nægði til að leiða meirihluta að mestu á árunum 2006-2010.

En síðan 2010 hefur fylgi flokksins verið aðeins  um helmingur þess sem áður var.

Hrun.

Og á landsvísu hefur ástand hruns líka ríkt síðan 2009 með 40% minna fylgi en var fyrir 2009.

Hvers vegna hefur þetta gerst? spyrja margir. 

Góð spurning.    


mbl.is Þykir alltaf vænt um Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kvótakerfið

Níels A. Ársælsson., 27.1.2019 kl. 19:48

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

ESB og formaður flokksins ákvað að greiða atkvæði með að Ríkið ætti að greiða fyrir IceSave ævintýrið.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 27.1.2019 kl. 20:02

3 identicon

Flokkur sem lýgur því ítrekað að hann sé helsti flokkurinn gegn ESB, en innleiðir svo reglugerðir þess og heilu pakkana frá þvi, af meiri djöfulmóð en nokkur annar íslenskur flokkur, þá vitaskuld sjá æ fleiri í gegnum loddarahátt þessa flokks, sem kennir sig við sjálfstæði lands og þjóðar.

Eins hyglar hann stórfyrirtækjum og ríkisstofnunum af meiri krafti en nokkur annar flokkur.

Hann hefur einfaldlega breyst úr flokki sjálfstæðra einyrkja, ör- og smáfyrirtækja og er nú orðinn sem Kommúnistaflokkur bolsjévika sem höfðu það sem sína helstu stefnu að ganga til bols og höfuðs smábændum þess tíma, að drepa allt hið smá og skapandi.  Við lifum nú þá tíma þar sem svínin hafa yfirtekið allt.  Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn flokkur nómenklatúrunnar, sem í Sovétinu forðum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 20:21

4 identicon

Viðreisn - plús allir litlu sérhagsmunaflokkarnir sem hefur svo of tekist að grenja út lágmarksatkvæðamagn til að komast á þing

Borgari (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 20:22

5 identicon

Enn eitt skal nefnt og það er að hvorki frjálshyggjumenn né íhaldsmenn finna að þessi kerfisflokkur sífellt bólgnari bákns og forsjárhyggju kerfiskrata, hafi hagsmuni annarra en einmitt þess að leiðarljósi.

Og vissulega gleyma sannir sjálfstæðir menn aldrei því þegar Bjarni og þingmenn hans samþykktu að almenningur skyldi borga Icesave, inngöngumiðann að ESB.  Bara það eitt orsakaði það að 10% hrundu varanlega af flokknum, líkt og Geir Ágústsson gerir ágætlega grein fyrir í pistli sínum hér á moggablogginu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 20:38

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Tölum saman þegar Alþingi hefur innleitt 3. orkutilskipun ESB (3. orkupakkan) undir forystu X-D, þvert samþykkt Landsfundar og stefnu flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar horft aðgerðarlaus á VG rústa heibrigðiskerfinu. Er nema von að fylgið minnki við flokkinn?

Júlíus Valsson, 27.1.2019 kl. 21:04

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Því lengra til vinstri sem sjálfstæðisflokkurinn leitar, því minna fylgi fær hann.  Þeir sem kusu hann seinast vildu ekki aðra samfylkingu, en það virðist vera það sem þeir fá.

Svo við búumst bara við að þeir tapi meira fylgi.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2019 kl. 21:31

8 identicon

Athyglisvert Ómar, að þetta fylgishrun hefur nær allt gerst í formannstíð Bjarna.  Og fari svo sem Júlíus Valsson spáir, að þingmenn og ráðherrar flokksins samþykki þriðja orkupakkann, þá mun fylgi flokksins hrynja miklu neðar og aldrei bera sitt barr aftur.  Kannski einhverjir þingmenn og ráðherrar flokksins telji það þess virði?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 21:37

9 identicon

Ómar

Sjálfstæðisflookkurinn var aldrei flokkur einnar réttrar skoðunar. Um hann mátti segja "í mínu húsi rúmast allir, allir". Nú er Viðreisn, flokkur sem byggður er á sandi" ESB og evru með 10%; það munar um minna. Góða málsvara stefnunnar má finna ,nú orðið, í fleiri flokkum. 

ESB mun fá stein í ennið. Hvað hendir Viðreisn þá? Guð láti gott á vita.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 22:14

10 identicon

Einar, Viðreisn skýrir ekki nema örlítinn hluta af því stórfellda hruni Sjálfstæðisflokksins.  Stærsta ástæðan er að allir vita og sjá að Bjarni og fylgdarstelpur hans í forystunni, eru ESB sinnar sem innleiða reglur og pakka ESB af meiri djöfulmóð en nokkur annar flokkur hefur gert. 

Má ég svo minna þig á lofskrif Bjarna og Illuga um evruna og upptöku hennar!  Allt varðandi Bjarna og bimbógellur hans, og Gulla sem skipaði Árna Pál Árnason, Samfylkingu ESB sinna, sem kommisar Íslandsskúffunnar í Brussel.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 23:03

11 identicon

á sínum tíma var flokkurinn búin til úr nokkrum flokkum. sem höfðu ítök á mörgum stöðum. nú virðist hann hafa gleymt stétt með stétt hugtakinu. stéttin virðist bara vera ein. hægrið virðist vera að dreifa sér meira. því mun hann enda sem innan við 10%.flokkur. það er ekki endalaust hægt að höfða til græðgi fólks. samfylkingin gleymdi hvernig átti umgangast fólk. því fór sem fór. sjálfstæðisflokkurinn virðist vera á sömu leið   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 07:32

12 identicon

Hvers vegna missti samfylkingin 50%?

GB (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 11:26

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svar við spurningu GB; vegna sömu ástæðna og Sjálfstæðisflokkurinn, ESB sinnar og vildu láta Rikið greiða fyrir IceSave.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2019 kl. 14:27

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fylgistap Sjálfstæðisflokksins verður ekki útskýrt með einhverju blaðri um ESB og einhverja orkupakka.

Flokkurinn tapaði mjög miklu fylgi strax í kjölfar bankahrunsins. Ástæðan var sú að hann hafði verið meira og minna við völd mjög lengi og margir kenndu honum um hvernig fór. Flokkurinn tapaði ákveðinni tiltrú þá og hefur reynst mjög erfitt að vinna hana til baka. Á því kunna að vera ýmsar skýringar.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2019 kl. 15:31

15 identicon

Hvaðan koma ríkisbáknsins

reglugerðirnar og stóru lagapakkarnir

sem íþyngja sjálfstæðum mönnum Þorsteinn? 

Frá ESB.  Og enginn flokkur hefur innleitt

þau regluverk af meiri djöfulmóð á þingi en

Sjálfstæðisflokkurinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 16:01

16 identicon

EES samningurinn er orðinn að böli lands og þjóðar

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 16:02

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið nærri innleiðingu reglugerða sem fylgja EES samningnum, rétt eins og aðrir flokkar. En það er ekki nein skýring á fylgistapi flokksins.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2019 kl. 19:30

18 identicon

Vegna þess að hann hefur brugðist sínum gömlu grunngildum.

Í dag er hann orðinn skattaflokkur dauðans og skinhelginnar

með viðhengjunum í Viðreisn, Framsókn og Vinstri grænum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband