Sagan, sem ekki má gleymast.

Saga uppgangs, sigurg0ngu, einstæðra illvirkja og síðar hrikalegs falls og hruns nasismans, mestu villimennsku í sögu mannkynsins, má aldrei gleymast sem víti til varnaðar og sígildur lærdómur. 

Þegar fullyrt er að þetta hafi verið hámark villimennsku byggist slíkt mat á því hvernig einstaklega háþróuð tækni mikilla kunnáttumanna og stórbrotið útrýmingarkerfi var notað til að murka lífið úr milljónum fórnarlamba Adolfs Hitlers og glæpagengis hans. 


mbl.is Var ókunnugt um sögu nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ekki þó einstæðari en svo að svipað átti sér stað í Japan  og ekki var hrikaleikinn minni bæði í Sovét og Kína og síðar í Kambódíu. 

Einstætt var það því varla en nógu hroðalegt samt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þá væri kannski ekki úr vegi að byrja á því að hætta að bera Trump saman við Hitler, Ómar.

Og að allt sem mönnum mislíkar sé ekki borið saman við "fasisma".

Og að hugtakið "ofbeldi" sé ekki notað um munnfruss og nánast hvað sem er, og sem virðist því algerlega hafa misst merkingu í íslenskri vinstrimannatungu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 11:44

3 identicon

Vera má að Stalín og Maó beri, með grimmdarverkum sínum, ábyrgð á dauða margfalt fleira fólks heldur en Hitler.

En skömmu eftir hertöku Póllands og síðar eftir innrásina í Rússland hófust skipulagðar aftökur á gyðingum á hernumdum svæðum. Má þar t.d. nefna atburðinn í Babi Yar, nál. Kiev, þar sem yfir 30 þús. manns voru teknir af lífi með byssuskotum, ferill sem tók margar klst.

Hinn 20.janúar 1942 hófst ráðstefna við Wannsee, í úthverfi Berlínar, undir stjórn Reinhards Heydrich. Fundarefnið var: "Endanleg lausn gyðingavandmálsins" ("Die Endlösung der Judenfrage").

Afleiðing þessarar ráðstefnu varð sú að hafist var handa um að tæknivæða fjöldaaftökur á gyðingum og öðru óæskilegu fólki svo að úr varð þróaður verksmiðjuiðnaður.

Þetta er, fram til þessa, einstakt í veraldarsögunni og það má ekki gleymast. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 15:22

4 identicon

Mikið rétt Gunnar. Sjálfsfróun vinstrimanna og Trumphatara er orðið að frussi....

GB (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 15:23

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eicmann og Páll Arason hörmuðu í viðtölum að ekki skyldi takast að útrýma öllum Gyðingum, alls 10,5 miiljónum. 

Ómar Ragnarsson, 28.1.2019 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband