Hörð barátta Tesla. Tröllasögur um áhrif kulda á rafbíla

Þegar rafbílar brutust út úr prísundinni sem ríkjandi orkuframleiðendur höfðu komið þeim í með því að seinkað tilkomu þeirra um tvo áratugi með alls kyns bolabrögðum, tókst alveg nýju fyrirtæki, Tesla, að taka tæknilega forystu með því að hanna hönnun nýs bíls þanning, að hægt yrði að dreifa rafhlöðum um bílinn með tilliti til þess hvar þær yrðu til mest gagns hvað varðaði rými og þyngd. 

Því að jafnvel þótt lithium kæmi til sögunnar sem tvöfalt öflugri orkuberi en blý, nikkel og silisíum, var þyngd og rými allt að tíu sinnum meiri en af jafnmikilli orku í bensíni eða olíu. 

Tesla nýtti sér þá tækni, sem hafði þegar verið nýtt í farsímum, en með því móti mátti dreifa rafsellunum af einstakri hagkæmni í hönnun, sem var löðuð að þessum eiginleikum. 

En keppinautar Tesla eru stórir og skæðir, og samkeppnin gríðarleg. Tesla rataði því í vandræði fjárhagslega, og vegna þess að enn er í gangi framför í gerð rafhlaðna, geta léttari rafhlöður miðað við orkugeymd, ráðið úrslitum um gengi rafbílanna, sem eru í mikilli og hraðri þróun á tiltölulega nýju sviði. 

Barátta Tesla er því upp á líf og dauða.  

Þyngdin ein er ekki eini ókostur rafhlaðna, heldur líka áhrif kulda á geymslu orkunnar. 

Í handbók hins mjög svo smáa Tazzari rafbíl, "rafbíl litla mannsins", langminnsta og ódýrasta rafbíl á Íslandi, er það upplýst, að tölur um 100 km drægni og 12,8 kwst orkuinnihald væru miðaðar við 20 stiga lofthita. 

Fyrir hvert stig, sem hitinn lækkaði, minnkaði drægnin og orkuinnihaldið um 1 prósent. Það sýnist ekki mikið en þýðir í raun, að við 10 stiga sumarhita hefur drægnin minnkað um 10 prósent og í 0 stiga meðalhita um háveturinn um 20 prósent. 

Nú berast um netmiðla miklar tröllasögur af stórfelldu orkufalli í vetrarhörkumm, sem gengið hafa yfir í Ameríku. 

Þá er dæmið samkvæmt upplýsingum Tazzari-handbókarinnar ljóst. Þegar komið er 30 stiga frost hefur drægnin fallið um helming, úr 100 kílómetrum niður í 50. 

Ef miðstöðin er notuð mikið er þar annar ókostur: Upphitun rafbíls krefst mikillar umframorku, gagnstætt því sem er um eldsneytisknúna hreyfla. 

Orðið eldsneyti segir það sem segja þarf: Hreyfillinn gengur einfaldlega fyrir eldi, en það gerir rafhreyfillinn ekki. 

Drægnin á Tazzari bílnum getur minnkað aukalega um 10-20 kílómetra ef hún er höfð á allan aksturstímann. Tazzari Zero, framan

Það þýðir að  sé til dæmis 10 stiga frost og miðstöðin höfð í gangi allan akstustímann, getur drægnin fallið úr 80 kílómetrum niður í 60 kílómetra og ef ekið er með því að gefa alltaf hressilega í, niður í 50 kílómetra. 

En það er engin frágangssök á bíl, sem er að mestu hannaður til innanbæjaraksturs, því að daglegur akstur í innanbæjarsnatti er að meðaltali rúmlega 30 kílómetrar. 

Tölur um drægni eru byggðar á akstri síðuhafa 4000 km síðan í nóvember á þessum bíl innanbæjar auk ferða upp á Akranes, upp í Borgarfjörð og austur í Ölfus. 


mbl.is Tesla kaupir rafhlöðuframleiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru VETNISBÍLARNIR ekki bara miklu sterkari og betri leikur

heldur en rafmagnsbílarnir?

Er til eitthvert landakort sem að sýnir VETNIS-STÖÐVAR

allsstaðar í krinugm landið? 

Jón Þórhallsson, 5.2.2019 kl. 21:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég ætla að fá mér dísilbíl ef ég get af prinsípástæðum þó ekki væri annað

Halldór Jónsson, 5.2.2019 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband