Fargjöldin eru vissulega lág og lítið má út af bera.

Orðið lággjaldaflugfélag segir sína sögu um rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja. 

Þar ríkir óskaplega hörð samkeppni. 

Það kallar á útskýringar ef það er hægt að fljúga alla leið frá Íslandi til Spánar fyrir svipað verð og milli Egilsstaða og Reykjavíkur, átta sinnum lengri flugleið. 

Margt spilar inn í, og þá kannski fyrst og fremst sætanýting. Troðfullar vélar lággjaldaflugfélaga eru að vísu þekkt fyrirbæri, en ef þær eru of oft með einhver auð sæti, versnar málið fyrir viðkomandi flugfélög. 

Og gamalkunnur vítahringur birtist ógnandi við sjóndeildarhringinn, að óttinn við gjaldþrot þessara flugfélaga vegna sögusagna, fari að fæla viðskiptavini frá eins og spurt var um í frétt hjá einum fjölmiðlanna. 


mbl.is Segir að lág fargjöld séu ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband