Firring elítunnar.

"Eðlileg starfskjarastefna" er það nefnt að bankastjóri hafi tólf sinnum hærri laun en gjaldkeri. 

Skárri eru það nú tengslin við þjóðfélagið í kringum það sjálftökulið svokallaðrar elítu, sem virðist lifa í öðrum heimi en þorri fólks í þessu landi. 

Heitið sjálftökulið er nærtækt, því að svonefndir kjölfestufjárfestar og hálaunastéttir, sem stjórna lagaumhverfinu og útdeilingu gæða í raun, mynda saman þessa aðra af tveimur þjóðum, sem síðustu árum lifa í landinu.  


mbl.is Kjörin „í samræmi við starfskjarastefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var vitað mál að þegar kjararáð var lagt niður eftir að hafða guggnað trekk í trekk á því að hækka laun forstjóra, bankastjóra og fleiri til samræmis við hækkanir samanburðarhópa að "leiðrétting" væri yfirvofandi. Og á næstu mánuðum munu stjórnir ríkisfyrirtækja og stofnana fá það verkefni að laga til eftir kjararáð.

Síðan eru stórir hópar iðnaðarmanna og háskólagenginna í startholunum með að krefjast leiðréttingar eftir miklar hækkanir lægri launa umfram aðra undanfarin ár. Enda sjá margir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn að eftir ævistarfið eru þeir með lægri ævitekjur, lægri lífeyriseign, eignaminni og með hærri lán en þeir sem hættu í skóla strax eftir skylduna.

Vagn (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband