Það gleymist hvaðan peningarnir koma.

Hvað virðisauka út í efnahagskerfið og gjaldeyrisöflun snertir er ferðaþjónustan orðin mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. 

Gildir þá einu hvort ferðamönnunum fækkar úr 2,3 milljónunum niður í 2 milljónir á ári. 

Það hefur ríkt hálfgert gullæði í þjóðfélaginu vegna margföldunar ferðamannafjöldans eins og enn  eitt hótelið, sem demba á beint niður í dýrmætan reit gegnt Alþingishúsinu ber vitni um. 

En alveg gleymist hvaðan peningarnir koma þegar huga þarf að innviðum, sem eru undirstaða atvinnulífsins og þjóðlífsins. 

Þar ríkir gamaldags þröngsýni og níska. Dettifoss er dæmi um náttúrugersemi, sem hefur margfaldast að verðmæti. 

Fyrr á tíð fór fólk þangað aðeins um hásumarið, en lét sér sjást yfir, hvað fossinn, rétt eins og Gullfoss, getur verið mikilfenglegur á gerólíkan hátt í klakaböndum vetrarins. 

Nú er öldin önnur, því að gildi fossanna hefur orðið gríðarmikið að vetrarlagi. 

En á sama tíma er skrúfað fyrir þá tekjulind á furðu gamaldags hátt með nísku og búrahætti. 


mbl.is Þarf að flytja kýr að Dettifossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ferðaþjónustan er að gefa svona mikið í aðra hönd þá hljóta að vera þar mörg vellaunuð störf þar sem taxtar eru langt yfir meðallagi

Grímur (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband