Hví hafa þýskir bílar "skaðað efnahagskerfi" BNA? Ekki með undirboðum.

Það mætti halda að innflutningur þýskra bíla "ógni þjóðaröryggi" Bandaríkjanna vegna þess að þeir seljist svo vel vegna undirbóða á markaðnum vestra. 

En það er ekki orsökin. Þýsku bílarnir seljast vel þrátt fyrir að þeir séu dýrir. 

Hvernig má það vera? Vegna þess að þeir eru betri en bandarísku keppinautarnir. 

Í stað þess að veita bandarískum bílaiðnaði hvatningu til að auka gæði amerísku bílanna, ætlar Trump að veita þeim aðstoð til að hjakka í sama farinu með því að stöðva innflutning á góðum bilum. 

Raunar eru fleiri þýskir bílar framleiddir í Bandaríkjunum sjálfum og flestir til útflutnings,  en þeir þýsku bílar, sem fluttir eru inn. 

Ef Þjóðverjar svara í sömu mynt verður niðurstaðan sú að Trump skjóti sig í fótinn með kolrangri aðferð til þess að gera "Bandaríkin mikilfengleg á ný." 

Hinir "stórfenglegu" amerísku bílar skulu í lýðinn með öllum tiltækum ráðum. 


mbl.is Trump hótar ESB tollum á evrópska bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru litlir Hitlerar faldir í béemmvöffunum frá Deutschlandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2019 kl. 23:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"skaðað efnahagskerfi" BNS? 

Ekkert ríki heitir BNS, ekki einu sinni BNA! Bandaríkin heita ekki Bandaríki Norður-Ameríku, þótt fréttastofum Rúv og Fréttablaðsins þókknist að rita svo. Þau heita Bandaríki Ameríku, og það er ekkert vitlausara að nota þeirra eigin skammstöfun, USA, heldur en þessa gömlu um Sovétríkin: SSSR.

Jón Valur Jensson, 21.2.2019 kl. 02:29

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var augljós innsláttarvilla, minn kæri Jón Valur, sem ég hef aldrei slegið inn áður í fjölmörgum pistlum. Þetta blasti við mér við að að opna síðuna núna að morgni dags. 

Það er rétt, að USA er skammstöfun fyrir United States of America, Bandaríki Ameríku á íslensku, þannig að strangt til tekið ætti skammstöfunin á íslensku að vera BA. 

Ég álpaðist til að lá skammstöfunina inn á þann íslenska hátt, sem hefur einhven veginn fest sig, til þess að spara rými, en ætli það sé skást að nota bara heitið Bandaríkin eins og algengast er. Allir vita við hvað er átt, þótt Ameríku sé sleppt. 

Ómar Ragnarsson, 21.2.2019 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband