"Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf."

Þegar þref um kjarasamninga náði mestum hæðum hér fyrr á tíð og deiluaðilar dældu út tölum og útreikningum, sem áttu að sanna þetta og hitt, afgreiddi Gvendur jaki það oft með því að segja nokkurn veginn þetta: 

 "Ég þekki þetta fólk, sem býr við verstu kjörin. Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf. Og það er ekki hægt að sætta sig við það, hve langt er þarna á milli."

Guðmundur sat sjálfur á Alþingi árum saman og sæti hann þar nú á dögum sjálftökuelítunnar, gæti hann sagt:

"Ég þekki þetta fólk, sem býr við bestu kjörin og skammtar sjálfu sér launahækkanir og kjarabætur, sem eru óravegu frá fólkinu á lægstu laununum. Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf. Og það er ekki hægt að sætta sig við það, hve langt er þarna á milli, og hve óralangt er á milli þessara kjara og kjara hinna verst settu."

Þegar Macron Frakklandsforseti áttaði sig á hinni tilfinningalegu orsök reiði gulstakkanna, baðst hann opinberlega afsökunar á skilningsleysi sínu og firringu. 

Ekki örlar enn á neinu hliðstæðu hjá íslensku sjálfstökuelítunni, en þetta skilningsleysi og firring er helsta orsök þeirrar ólgu sem nú fer vaxandi. 

Finnist mönnum, að það séu öfgafullir sósíalistar, sem nærist á þessari óánægju til að efna til pólitískra átaka, er það ekkert nýtt. 

Margir helstu leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar á sjöunda áratugnum voru félagar í Sósíalistaflokknum og kallaðir kommar. 

En þeim tókst samt að leysa illleysanlega hnúta í samningum með atbeina ríkisvaldsins, sem skópu félagslegar kjarabætur, sem við njótum enn í dag.  

 


mbl.is Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel og skynsamlega mælt nafni.

Takk fyrir að minna á að í fortíð var líka til alvöru fólk sem barðist fyrir sanngjarnari kjörum handa erfiðisvinnufólki.

Verðugur er verkamaður launa sinna.

Það er ekki beðið um meira.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 12:20

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, þetta er mjög góð grein hjá þér, og góð í umræðuna sem er í gangi í þjóðfélaginu.

Verst er að auðvaldið fer ekkert eftir því hvað er sagt, þau gera bara það sem hentar þeim! Því miður, og það verður svona þangað til að byltingverður gerð! Og þá gerumst við Eyjamenn sjálfsæð!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.2.2019 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband