Tala þingmanna blífur, - ekki skoðanakannanir eða fyrra ástand.

Hér á landi ríkir svokallað fulltrúalýðræði og skortur er á beinu lýðræði. Þetta gæti verið ein af undirliggjandi ástæðunum fyrir þeirri tregðu þingsins að taka upp beinna lýðræði og fara eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána 2012. 

Þótt Miðflokkurinn hafi beðið talsvert fylgishrun í skoðanakönnunum, ráða þær ekki fjölda þingmanna eða hlutföllum flokkanna á þingi. 

Þar er Flokkur fólksins nú með afar lítinn mannafla, en Miðflokkurinn þeim mun meiri. 

Það veikir til dæmis stöðu Vg í ríkisstjórnarsamstarfinu mikið, að nú getur Miðflokkurinn, að minnsta kosti tæknilega, stokkið inn í það samstarf í stjórn, sem hefði 34 þingmenn á móti 29. 

Og einnig getur Miðflokkurinn orðið fyrstu í þeirri goggunarröð, sem staða stærsta þingflokks stjórnarandstöðunnar gefur, burtséð frá öllum skoðanakönnunum. 

Hið hlálega er, að á fyllerísfundi þar sem umræðuefnið var meðal annars að þeir Ólafur og Karl Gauti gætu hugsanlega gengið til liðs við Miðflokkinn og gefið honum þessa mikilsverðu eflingu og stækkun á þingi, varð þetta umræðuefni ásamt öllun hinu til mikils fylgishruns í skoðanakönnunum. 

En tala þingmanna blífur, - ekki skoðanakannanir eða fyrra fylgi. 


mbl.is „Ekkert óeðlilegt“ við kröfu Miðflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband