Of seint fyrir Edduna núna, en borð fyrir Báru á næsta ári.

Í hálfkæringi sagði síðuhafi á Edduverðlaunahátíðinni fyrir fjórum dögum, að hann teldi að beint sjónvarp frá Alþingi ætti að flokkast undir barnaefni og vera tilnefnt til Edduverðlauna, því að þarna væri oft um háklassa sandkassaleik að ræða. 

Ekki óraði hann fyrir því að við fyrsta tækifæri væri engu líkara en að hluti þingmanna hefði tekið þetta bókstaflega í gær og í nótt, því að í meira en 14 klukkustundir samfleytt héldu nokkrir þingmenn Miðflokksins uppi svörum og andsvörum hvor við annan um sama málsefnið, án þess að séð yrði að aðrir þingmenn væru í tómum þingsalnum. 

Ef þeir fundu tilefni til þess að ræða fundarstjórn frú forseta, gerðu þeir það sem og klæðaburð einhverra þingmanna, sem aldrei sáust á meðan síðuhafi sat sem bergnuminn og horfði á þessa snilld. 

Þessi frammistaða hefði getað skilað þeim Eddu núna, ef þeir hefðu fattað gildi tækifærisins fyrr, en huggun er, að héðan af kemur þessi útsending vel til greina á næstu Edduhátíð. 

Alls konarl útskýringar mátti sjá á samfélagsmiðlum í gær, svo sem að Sigmundur Davíð hefði ekki mætt á nefndarfund þar sem meirihlutinn afgreiddi málið úr nefndinni. 

Uppákoman í gær hefði haft tvíþættan tilgang:  Að hefna fyrir þetta og að sýna fram á mátt, mannfjölda og atgerfi stærsta stjórnarandstöðuþingflokksins. 

Í leiðinni var hægt að ræða um snilld formannsins í tengslum við Icesavemálið stanslaust í í meira en 14 klukkustundir. 

Síðuhafi vill bæta við möguleikanum á að hafa borð fyrir Báru og hampa Eddunni að ári. 


mbl.is Fundi slitið 5:21
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband