Íþróttir og listræn samkeppni fara ekki vel saman við stjórnmál.

Í heimildamynd um bandaríska blökkumanninn Jesse Owens og afrek hans kom fram, að litlu hefði munað að hann neitaði að keppa á Ólympíuleikunum 1936 til að mótmæla því að þeir væru haldnir þar í landi. 

Ef hann hefði gert það hefðu afrek hans þar aldrei verið unnin og haft margfalt meiri áhrif en það að hann hefði neitað. 

Margar vestrænar þjóðir sniðgengu Ólympíuleikana 1980 í Moskvu vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan og þess var síðan hefnt af kommúnistaríkjunum með því að sniðganga Ólympíleikana 1984 í Los Angeles. 

Tvennir Ólympíuleikar voru þannig stórskaðaðir af pólitískum orsökum sem eftir á reyndist vera meira en lítið hræsnisfull hjá þjóðum, sem sjálfar hernámu Afganistan 2001.  

Hvað útilokun Suður-Afríku snerti, var hún vegna þess að gróf brot á Ólympíuhugsjóninni viðgengust í aðskilnaðarstefnuna þar í landi, sem var látin bitna á svörtum íbúum landsins. 

Nasistar pössuðu sig á því að engin mismunun væri á Ólympíuleikunum sjálfum, og hið hlálega var að í Berlín upplifði Jesse Owens það í fyrsta sinn á ævinni að geta verið herbergisfélagi með hvítum og farið með hvítum og svörtum í búningsklefa og bað. 

 


mbl.is Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mann á að í dag er talin mjög aðkallandi þörf á að innleiða sérstaka þjónustustefnu hjá Reykjavíkurborg með aðgerðaráætlun og alles

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/thjonustustefna_reykjavikurborgar.pdf

Eitthvað sem við eldri kölluð bara almenna kurteisi

Grímur (IP-tala skráð) 27.2.2019 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband