Eins konar Höfða-fundur?

Þegar fundi Gorbatsjof og Reagans í Höfða lauk, var honum "slitið án samkomulags", rétt eins og fundinum í Hanoi núna  og báðir aðilar lýstu yfir miklum vonbrigðum. 

En haldið var opinni leið til þess að vinna áfram að því að þoka málum áfram, og það tókst ári síðar. 

Þótt textinn að loknum fundi núna sé svipaður og 1986 er ómögulegt að bera þetta tvennt saman að öðru leyti, því að það strandaði á ólíkum atriðum. 

1986 var það til dæmis "Stjörnustríðs"- eða geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna, sem hefur raunar ekki dúkkað upp síðan, - í 33 ár. 


mbl.is Fundi slitið án samkomulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband