Verst að þau skilja þetta ekki sjálf. "Enginn betri en Sigmundur Davíð."

Ömurlega litið traust til Alþingis og Borgarstjórnar Reykjavíkur hefur náð nýjum lægðum. 

Vantraustsástandið hefur ríkt mjög lengi, og það eitt sýnir, að fólkið, sem stendur að þessum stofnunum skilur þetta ekki sjálft. 

Nú er komin lítils háttar lagfæring á vísu frá 2015 varðandi fjarveru Sigmundar Davíðs í nefndarstörfum, sem hann bregst við með því að standa fyrir tveggja daga málþófi á þingi. 

 

Forystu Miðflokksins féllust hendur. 

Á fundi hjá nefndinni enginn sendur. 

Þangað fór enginn inn í skrafið, 

því enginn er betri en Sigmundur Davíð. 


mbl.is Traust til Alþingis minnkar mjög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Og ekki hækkar Alþingi í áliti eftir að hafa samþykkt þessi lög sem Miðflokksmenn voru að mótmæla.

Í næstu könnum spái ég að traustið verði enn lægra. Jafnvel undir 10%

Haukur Árnason, 1.3.2019 kl. 01:18

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Af hverju fáum við ekki Sigmund Davíð og Steingrím J. í Kastljósið að ræða þetta stórmál??? 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.3.2019 kl. 10:52

3 identicon

Kæri sveitungur Haukur Árnason. Það er alveg ljóst að virðing alþingis er í sögulegu lágmarki svo elstu menn ,allavega í okkar sveit, muna ekki annað eins og þar á ég við Trausta Frá Sauðárnesi og hana mömmu þína. Til hamingju með hana.En ég held að það sé enginn flokkur stikkfrír. Ég hef lítið fylgst með þessu síðasta máli en klaustursmálið allavega var þess nú frekar til fallið að auka við drykkjumenningu landans en auka virðingu alþingis. Ég held að virðing alþingis hafi fallið fyrst og fremst út af klaustursmálinu og síðan sjalftöku alþingismanna sem allir flokkar stóðu að- líka Miðflokkurinn. Ég held áfram að sitja heima í stofu þegar kosið verður næst eins og áður og hvet alla til hins sama. Flokkadrættir eru löngu úreltir og tími kominn á einstaklingskosningar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 11:08

4 identicon

Okkur var sagt að einhver siðanefnd alþingis ætlaði að vinna eitthvað með klausturmálið  ?

Skipuð nefnd . sem fær milljónir í laun, heldur fundi , sem síðan verður bara enn eitt ruglið frá alþingi  !

JR (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband