Sylvía Nótt; gott og vel flutt lag, en boðskapurinn náði ekki í gegn.

Skrýtið er að ekkert sé minnst á lagið "Til hamingju Ísland", sem vann með yfirburðum hér heima 2006, en það gleymdist að hinn stóri fólksmassi sem horfir á Eurovision og greiðir atkvæði hefur afar takmarkaðan tíma til að kryfja tvíbentan boðskap til mergjar og ná að meta hann. 

Í keppninni hér heima fékk Ágústa Eva Erlendsdóttir nægan tíma til að skila hlutverkinu og boðskap þess vel til okkar, er því miður varð það meirihluti sem misskildi það hve afbragðs vel Ágústa Eva lék hlutverk hinnar hrokafullu og sjálfhverfu Sylvíu, sem var frábær ádeila á þeim tíma á hegðun okkar Íslendinga og fleiri þjóða.  


mbl.is „Mér finnst allt í lagi að taka séns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband