Það eru tímasprengjur í pökkunum.

Nú er verið að bjóða upp á þriðja orkupakkann, verkfallapakka og verkbannapakka. 

Í ljós er að koma, að eins og vænta mátti, að það eru sprengjur í öllum pökkunum, og hafa það verið tímasprengjur allan tímann.  

Bullandi ágreiningur er í öllum flokkum varðandi orkupakkann og einn sólarhringur án ræstingaþjónustu í hóteli jafngildir lokun. 

Miklu ollu þeir sjálftökuhópar og hástéttir í þjóðfélaginu sem hreyfðu ekki litla fingur gegn allt að 82 prósenta hækkunum þessara nýju aðalstétta. 

Það eru tvær þjóðir í landinu. Sjálftökuþjóðin sem ekkert fær stöðvað (forsetinn einn undanskilinn), er að hluta til með peningaeignir sínar og umsvif í erlendum gjaldeyri og býr í glæsivillum; -  og hins vegar lakar settari þjóðin, sem brýst um í krónuhagkerfinu með hávexti og svífandi hækkununum á húsææðisverði, sem gerir allt tal um aukinn kaupmátt að argasta öfugmæli. 

Það var marg búið að benda á þetta framferði sjálftökuaðalsins án þess að nokkuð væri að gert. 

Þetta skóp undirliggjandi óánægju og reiði sem skapaði tækifæri til að gera sósíalíska byltingu í verkalýðshreyfingunni og snúa klukkunni aftur um 60 ár til þess tíma, þegar kommúnistar og sósíalistar réðu mestu á þeim bæ á grundvelli kenninga Stalíns og Maó. 


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að ógleymdum sýklalyfjafjölónæma hráakjötspakkanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2019 kl. 15:01

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Vel að orði komist, nema hvað ég efast stórlega um heillyndi þess forseta sem valdi að hlýða sjálftöku liðinu og sitja heima þegar okkar menn börðust um heimsmeistara bikarinn í Moskvu.

Jónatan Karlsson, 2.3.2019 kl. 16:47

3 identicon

Svokallaðir sjálftökuhópar og hástéttir í þjóðfélaginu, launamenn sem verkalýðsfélög semja ekki fyrir, hreyfðu ekki litla fingur gegn allt að 82 prósenta lögbundnum leiðréttingum eftir um 140% hækkun lágmarkslauna. Og það að forsetinn segist gefa einhverjum hluta af sínum skattlausu ofurlaunum fríar hann ekki frá því að teljast með þessari sjálftökuþjóð.

Síðan má spyrja sig hvers vegna bankastjóri eins stærsta banka í landinu sé sagður á ofurlaunum sem þurfi að lækka meðan rekstraraðili ísbúðar í leiguhúsnæði greiðir sér hærri upphæðir í laun og arð? Hvers vegna sjómenn eru fjölmennasta stéttin á ofurlaunum en eru aldrei nefndir í þeirri umræðu? Hvort lægstu vextir í mannsaldur séu merki um versnandi lífskjör? Og hvort fullar flugvélar dag hvern af láglauna Íslendingum á leið til Tenerife eða Miami bendi ekki til þess að kaupmáttur hafi aukist, mannsæmandi framfærsla sé almennt ekki vandamál og að mark sé takandi á tölfræðilegum gögnum?

En þetta eru spurningar sem sósíalistarnir í verkalýðshreyfingunni vilja ekki að séu hugleiddar. Sósíalistarnir í verkalýðshreyfingunni vilja knýja fram óraunhæfar kauphækkanir fyrir 130.000 félagsmenn því þeir fréttu af skúringakonu á lágmarkslaunum í hlutastarfi með fjögur börn sem ekki getur framfleytt sér auðveldlega í leiguhúsnæði á besta stað.

Órökstuddur áróður, vísvitandi blekkingar og sögusagnir skópu undirliggjandi óánægju og reiði sem skapaði tækifæri til að gera sósíalíska byltingu í verkalýðshreyfingunni. Sömu aðferðir, "þú hefur aldrei haft það eins slæmt, aðrir óverðskuldaðir hafa það betra en þú og hér er eina lausnin", voru áhrifaríkar í kosningabaráttu Trumps og Brexit.

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband