Hverjir voru í stuði allt kvöldið?

Þegar starfsemi SÁÁ for að bera árangur kom það meðal annars fram í því að gamalt leiðindafyrirbrigði fór að verða sjaldgæfara; að fólk á skemmtistöðum var ekki komið í stuð fyrr en eftir klukkan tíu, og þetta stuð hélst ekki nema í um klukkustund; þá fór að halla á ógæfuhliðina vegna ölvunar. 

Samkomur hjá þeim, sem höfðu farið í meðferð, voru alltaf með fólkið í sama góða stuðinu. 

Flosi Ólafsson var afar fyndinn ræðumaður og var nokkrum sinnum fenginn til að halda ræðu í Þingvallaferð leikarafélagsins. 

Í fyrstu tvö skiptin klikkaði hann alveg vegna ölvunar. 

Þá fór hann í meðferð, gerðist þorstaheftur eins og hann orðaði það, og ræðan, sem hann hélt þá var skemmtilegasta tækifærisræða sem ég man eftir.

Hann sagði að hann hefði frétt á skotspónum eftir tvö fyrri skiptin að það hefði verið afar gaman í ferðinni, en hann myndi bara ekki neitt af því. 

Nú gæti hann hins vegar varla hamið sig fyrir hlátri þegar hann fengi loksins að vita, hvað hefði verið svona skemmtilegt. 

Algengt fyrirbæri hjá Íslendingum hefur löngum verið sá, sem "dettur í það" um hverja helgi, en vinnur vinnuna sína edrú virku dagana. 

Slíkur maður missir af hvorki meira né minna en meira en hundrað dögum árlega í ölvun og timburmenn. 

"Skyldudjammið" tekur margfaldan toll.


mbl.is Fagnar 20 ára edrú afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband