Fólkið er að vísu kyrrt, en eldist.

Grunnskólastigið á Íslandi er aðeins tíu ár. Framhaldsskólastigið aðeins þrjú ár. 

En íbúðarhúsin, upphaflega byggð fyrir fólk með börn, tæmast af börnum á undraskömmum tíma eftir að börnin hafa komst í framhaldsnám. 

Þegar aldursskipti verða í hverfum eða byggarlögum úti á landi, er það besta vísbendingin um framtíðina, hve margar konur á barneignaaldri búa í viðkomandi byggð. 

Fækkun kvenna á þessum aldri ræður langmestu um mannfjöldann og þörf fyrir innviði. 

Í kringum 1990 þegar SÍS og kaupfélögin voru hrynja, heimsótti síðuhafi minnsta kaupfélag landsins á Óspakseyri við Bitrufjðrð.  Þar var einn starfsmaður, Sigrún Magnúsdóttir, kaupfélagsstjóri, sem rak kaupfélagið áfram. 

Tíu árum síðar hringdi ég aftur í hana og spurði frétta. "Það er allt gott að frétta", svaraði hún. 

"Hefur fólki ekki fækkað?

"Nei, hér eru við öll enn." 

"Það eru góðar og óvæntar fréttir". 

"Nei, það eru slæmar fréttir." 

"Af hverju?"

Af því að við erum öll orðin tíu árum eldri."

Í hundrað ár hefur mátt sjá svipaða þróun í Reykjavík, óháð því, hvort byggðin hefur verið lítil eða stór, þétt eða dreifð. 

Miðbæjarskólinn var fjölmennasti grunnskóli landsins, en Austurbæjarskólinn tók við af honum 1930 og Miðbæjarskólinn leið undir lok. Nú eru meira að segja hlutar gömlu miðborgarinnar að verða án íbúa, þrátt fyrir allar lundabúðirnar. 

1950 var Laugarnesskólinn orðinn langfjölmennasti skóli landsins með 1852 nemendur og kennslu allan daginn, en Austurbæjarskólinn á fallanda fæti. 

Svona hefur sagan endurtekið sig á leiðinni frá Austurbæjarskólanum í gegnum stóru skólana í austurhluta borgarinnar og síðar skólanna í úthverfunum allt austur í austasta hluta borgarinnar. 

Meginorsökin er alltaf sú sama: "Við erum öll orðin 10, 20 árum eldri." 

Einstaka tilraunir til að færa skólahaldið til baka til vesturs, til dæmis með Gagnfræðaskólunum við Vonarstræti og Lindargötu, hafa hrokkið skammt. 

Og draumsýnir um mikla þéttingu byggðar vestan Kringlumýrarbrautar með tilheyrandi upprisu gömlu skólanna þar strandar á allt of háu húsnæðisverði.  


mbl.is Lýsa megnri óánægju með breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fallið úr tísku að vera útungunarvél.

Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2017 var frjósemi íslenskra kvenna 1,71 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mælingar hófust árið 1853.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 15:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðeins eru tveir möguleikar til þess að þjóðinni fari að fækka: Að íslenskar konur eigi tvö börn að meðaltali hver á barneignatíma - eða, að lofa hinu nýja tískufyrirbrigði að njóta sín og flytja inn að minnsta kosti hálft prósent þjóðarinnar árlega frá útlöndum. 

Það þýðir minnst þrjátíu þúsund innflytjendur næsta áratuginn. 

Þeir sem vilja hvorugt vilja að þjóðinni blæði smám saman út. 

Ómar Ragnarsson, 6.3.2019 kl. 21:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið. Í efstu línu vantar orðið að fækka, - á að vera svona: "Aðeins eru tveir möguleikar á því að því að þjóðinni fari EKKI að fækka. 

Gefum okkur að nýja tískan komist í það að hver íslensk kona eigi aðeins eitt barn. 

Þá erum við að tala um 60 þúsund innflytjendur á áratug eða 150 þúsund innflytjendur á aldarfjórðungi. 

Eða hröðum útdauða þjóðarinnar. 

Ómar Ragnarsson, 6.3.2019 kl. 21:49

4 identicon

Það er enginn skortur á fólki og ekkert sem mælir með sérstakri varðveislu okkar.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband