Örvæntingarskot, sem aldrei hefði skilað marki.

Atvikið örlagaríka í lok leiks Vals og Fjölnis má skilgreina sem skot í örvætningu á allra síðustu sekúndum leiksins. 

Ef engin snerting hefði átt sér stað,  stóð þétt hávörn samt í vegi fyrir skotmanninum, sem neyddist til þess að fórna sér í eins háu og löngu stökki og unnt var í stefnu þvert til hliðar út frá markinu, þar sem markvörðurinn hafði þegar lokað horninu sem hægt var að skjóta í. 

Snertingin, sem dæmt var á, var svo laus á örstuttu sekúndubroti, að hún skipti engu um úrslit þessarar hetjulegu tilraunar.

Atvikið var þeim mun neyðarlegra að lýsendur leiksins voru rétt að sleppa orðinu um það, hve leikurinn hefði verið vel dæmdur. Og dómararnir búnir að gefa sér góðan tíma til að skoða atvikið frá að minnsta kosti tveimur áttum. 

En svona er nú boltinn oft. Dómararnir hluti af vellinum.  


mbl.is Fjölnir kærir framkvæmd leiksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband