Afneitunin lengi lifi! "Látum sem ekkert C."

Landsdómur, allir 15 dómararnir, leggur niður störf í viku. Blaða- og fréttamenn, sem spyrja lögmenn um afleiðingar dómsins, fá að heyra samfellda sagnaslóð af áhrifum dóms Mannréttindadómstólsins á ótal einstök mál af fjölbreyttum toga. 

En hjá verjendum dómsmálaráðherra er fullkomin afneitun í gangi. Í Kastljósi er sagt, að nú sé næsta skref að bíða bara sallarólegur eftir að yfirdómur snúi dómnum við. 

Meira að segja stjórnarandstaðan er partur af klúðrinu með því að nýta sér ekki rétt sinn til þess að láta greiða atkvæði á þingi um hvern einstakan dómara. 

Ætli þetta sé ekki í um það bil tíunda skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu tekur í lurginn á íslenskum dómsvöldum. 

Og enn einu sinni eiga viðbrögðin að vera þau að láta sem ekkert sé. 

"Látum sem ekkert C" sungu Halli og Laddi hérna um árið. 

Það á vel við nú.

P.S.  Nú hefur verið tilkynnt að Sigríður "stígi til hliðar," hvað sem það merkir nú eiginlega. Þarf endilega að þýða enskt orðalag til þess að segja frá því sem gert hefur verið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er þetta það sem kallað er bakstjórnin, að láta Alþingi vita hver stjórnar hér?

Alþingi bætti konum inn í hópin, og allt ætlar vitlaust að verða.

Hafa dómarafélögin á Íslandi og í ESB völdin yfir alþingi.

Skildi RÚV vera í bakstjórninni?

000

Það eru stórfenglegar myndirnar ykkar feðgina í sjónvarpi allra landsmenna. Hinar ýmsu veður aðstæður eru líka Ísland.

Ég þakka fyrir mig.

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/#entry-2231907

Egilsstaðir, 13.03.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2019 kl. 13:32

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi úrskurður MDE er gjörólíkur öðrum dómum vegna þess að hann fjallar ekkert um dóm áfríandans heldur málatilbúnað löggjafar og framkvæmdavalds við skipan dómara!  Með þessum úrskurði þykjast svo 5 dómarar senda pólitísk skilaboð til fasískra stjórnvalda í Tyrklandi og á Spáni og víðar.

Á þessum úrskurði eigum við ekki að taka mark. MDE áttar sig ekki á stjórnskipun okkar og skilur ekki að hér skuli hafa þróast ráðherraræði sem rutt hefur til hliðar lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa.

Skipan dómara er pólitísk en ekki fasísk. Beiting hers og lögreglu er aftur á móti fasísk stjórnvaldsaðgerð.  Sjálfstæðisflokkur Björns Bjarnasonar vildi koma á vísi að fasisma en þeim hugmyndum var snarlega pakkað ofan í Pandórubox Flokksins, sem geymir söguna þeirra, sem enginn gengst við, eins og til að mynda nasistadekrið á síðustu öld.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2019 kl. 14:23

3 identicon

Já, og greinilega er forseti dómsins í "fullkominni afneitun". Þarna náði rökfræði "stjónlagaráðs" hins vegar fullkomnun.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband