Eðlileg viðbrögð Hæstaréttar í stað þrjósku, sem sumir hafa viljað.

Þegar MDE kvað upp úrskurð í máli Jóns Kristinssonar hér um árið, brugðust Íslendingar við með því að endurskoða íslenska dómskerfið í samræmi við mannréttindasáttmál, sem við höfðum undirritað. 

Þar að auki var settur sérstakur kafli inn í stjórnarskrána, sem var í samræmi við alþjóðlegu mannréttindasáttmálana, sem við höfðum orðið aðilar að. 

Þá, eins og nú voru uppi raddir um að þetta ættum við ekki að gera því að með því værum við að afsala fullveldi okkar.  

Ef slíkar þrjóskuraddir eiga að gilda, sést, að með því myndum við koma okkur út úr húsi varðandi aðild okkar af tugum alþjóðastofnana og samninga, sem við höfum undirgengist allt frá því að við urðum fullgildir aðilar að Alþjóða flugmálastofnuninni IATA 1944. 

Tugir og hundruð alþjóðlegra skuldbindinga, sem fullvalda þjóðir heims hafa samþykkt, hafa samkvæmt skilningi á alþjóðlalögum ekki svipt þessar þjóðir viðurkenningu á fullveldi þeirra, heldur þvert á móti styrkt stöðu þeirra sem jafnrétthárra fullvalda þjóða í óhjákvæmilegu alþjóðlegu samstarfi. 


mbl.is Hæstiréttur bregst við dómi MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessum dómum er ekki saman að jafna. Annars vegar var um áralanga lagahefð að ræða en hinsvegar um einnota lög. Í þeim lögum var gert ráð fyrir að ráðherra gæti átt aðkomu að röðun dómara. Sem hann gerði. Sigríði var skammtaður tími til að gera breytingar, en dómurinn um framkvæmdina segir ekkert um hvernig hefði átt  framkvæma þær. Hitt er á hreinu að Alþingi bommerteraði þegar það greiddi atkvæði um dómarakippið í heild sinni.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2019 kl. 20:37

2 identicon

Nefndin hét "Nefnd um hæfni dómaraefna". Ef að þessi nefnd hefði átt að skipa dámarana þá hefði hún heitið "Nefnd um skipun dómaraefna".

Það kemur einnig skýrt fram að Alþingi megi breyta niðurstöðu nefndarinnar.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 22:19

3 Smámynd: Már Elíson

Það kemur alltaf betur og betur í ljós að ástæðulaust var að skipta um dómarana sem tilnefndir voru (vegna fullkominnar hæfni) í Landsrétt, nema að um annarleg sjónarmið og pólitíska vinavæðingu væri að ræða. - Sem það var. - Spilling og karma bítur, og er það vel og eðlilegt. - Svartur blettur og vantraust sem mun fylgja Sigríði og auðvitað Flokki hennar um alla ókomna tíð.-

Már Elíson, 15.3.2019 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband