Aldarfjórðungs gömul tregða.

1995 var persónuafsláttur í hámarki hér á landi, þrátt fyrir að þá væri að enda samdráttarskeið í þjóðarbúskapnum, m.a. vegna minnkandi þorskkvóta. 

2007 var hins vegar búin að vera risavaxin loftbóluhagssveifla, en þrátt fyrir það hafði persónuafslátturinn rýrnað stórkostlega að raungildi. 

Þáverandi stjórnvöld vísuðu öllum hugmyndum um að minnka skattbyrði hinna tekjulægstu afdráttarlaust á bug. 

Sagan af skattpíningu fólks, sem er með allt niður í rúmlega 200 þúsund krónur á mánuði, virðist ætla að verða endalaus, sama hvað fólk segir í skoðanakönnunum. 

Ofan á skattpíninguna bitnar hin gríðarlega hækkun húsnæðisverðs langverst á hinum tekjulægstu. 


mbl.is 83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf þá bara að færa skattkerfið aftur til 1995: hækka persónuafslátt, hækka skattprósentuna, sleppa hátekjuskatti og færa mat aftur í hæsta skattþrep.

1995 voru lágmarkslaun tæpar 47 þúsund krónur á mánuði, grunnlaun þingmanna 195 þúsund krónur og laun ráðherra 350 þúsund krónur. 63 fm íbúð í Þangbakka kostaði 5,6 milljónir, eða rúmlega 119 mánaðarlaun þess sem var á lágmarkslaunum. Lágmarkslaun í dag eru 300 þúsund og 5,7 milljónir 1995 þá eins og 36 milljónir í dag. Þingmenn ættu að vera með 1.244 þúsund í grunnlaun og ráðherra 2.234 þúsund. Leiguverð á tveggja herbergja íbúð hjá félagsbústöðum iðnnema var 25 þúsund á mánuði 1995 og 4ra herbergja íbúð í Breiðholti leigðist á 48 þúsund með hússjóði.

Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 21:22

2 identicon

Þannig að miðað við 1995 þá þarf að hækka persónuafsláttinn, hækka matarverð og miðað við lágmarkslaun 1995 hækka íbúðarverð, hækka leiguverð, hækka laun toppana og lækka skatta þeirra.

Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband