Ein tegund landlægrar spillingar í sumum löndum: Fölsuð réttindi.

Lengi hefur það verið viðloðandi í sumum löndum Mið- og Suður-Ameríku að réttindi og prófskírteini eru fengin með mútum eða svikum. 

Eitt þekktasta dæmið var þegar upprennandi ungur valdamður í Mexíkó fórst í aðflugi að höfuðborginni, vegna þess að flugmennirnir höfðu afla sér falsaðrar réttinda til að fljúga þotunni, sem var leiguvél, og réðu ekki við hana í aðfluginu. 

Mátti þakka fyrir að margfelt fleiri færust ekki í þessu hörmulega slysi. 


mbl.is Byggði feril sinn á fölsuðum prófskírteinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Svo eru líka til "svindluð réttindi". Þar þarf nú ekki að fara út fyrir landsteinana. Nægir að drepa niður í Lagadeild Háskóla Íslands, þar sem ein afleiðing af prófsvindli og óréttmætrar úthlutanar lögfæðiréttinda skekja nú alla umræðu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2019 kl. 00:48

2 identicon

Þetta er líka til hér. Það kom hingað hópur iðnaðarmanna "smiðir" fyrir nokkrum árum síðan frá póllandi. Þegar var farið að kíkja á sveinsbréfið hjá þeim kom í ljós að þau voru öll gefin út á sama deginum. Nokkuð augljóst, ekki satt? 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2019 kl. 06:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nokkuð aðgengt meðal A-Evrópumanna sem starfa hér, að þeir séu með fölsuð ökuréttindi. Lögreglan á erfitt með að sannreyna skírteinin því það tekur svo langan tíma og viðkomandi oftar en ekki farinn úr landi þegar upplýsingarnar koma í hús.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband