Tákn um nýja tíma.

.Á 100 ára afmælisfundi Norræna félagsins í Norræna húsinu í dag kom fram að um fjórðungur íslenskra lækna, alls 400, starfi í Svíþjóð, eða um fjórðungur. 

Þetta er eitt af tímanna táknum um fyrirbæri, sem kalla má alþjóðavæðingu og hefur bæði kosti og galla. 

Jafnmargir erlendir ríkisborgararar eru nú búsettir hér á landi og nemur þriðjungi allra Reykvíkinga. 

Og 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis. 

Margir fyllast skelfingu við að heyra svona tölur og tala um nauðsyn þess að skella landamærum í lás. 

En tölurnar sýna, að það yrði dálítið seint í rassinn gripið. 


mbl.is 47 þúsund Íslendingar búa erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað flykkjast erlendir ríkisborgarar til að vinna á lágmarkslaunum sem eru þau næst hæstu í heimi, sannkölluðum ofurlaunum. En menntafólki er boðið að vinna lengri vinnudag fyrir helming af því sem nágrannaþjóðirnar bjóða.

Ætli einhver að lifa og starfa á Íslandi þá borgar sig ekki að sækja sér menntun. Og hafi einhver menntun þá borgar sig ekki að lifa og starfa á Íslandi.

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2019 kl. 05:19

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fynst þér hann þungur vagninn þin Vagn?  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2019 kl. 10:24

3 identicon

Þó það tengist ekki þessu bloggi heldur öðru þar sem höfundur býsnast yfir kostnaði við einn samþykktan hælisleitanda þá bendi ég á að kostnaður við að koma einu barni á legg er 600000 í fæðingarorlof og rúmar 5000000 í barnabætur auk kosnaðar við skólagöngu fram að 18 ára aldri eða samtals tæpar 6 milljónir. Laumaði þessu hérna að þar sem ég hef ekki aðgang að kommentakerfi Ívars.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.3.2019 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband