Hve oft og lengi á að þurfa að benda á þetta?

Það eru mörg ár síðan byrjað var að benda á að við Íslendingar stefndum í að fara skelfilegar hrakfarir vegna stórslyss á hafinu í kringum landið, sem við væru algerlega óviðbúnir. 

Frá því að þetta var fyrst rætt hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna og skemmtiferðaskipa en samt hefur verið sofið á verðinum. 

Hvað á að þurfa að segja þetta oft áður en brugðist verður við. Hve lengi ætla menn að spila þessa hrikalega háskalegu rússnesku rúllettu? 

Þarf virkilega að bíða eftir því að allt fari á versta veg áður en brugðist verði við augljósri vá?


mbl.is „Okkur er öllum brugðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ert þú tilbúinn til að setja mikið af þínum tekjum í að afstýra þeirri vá? Það er auðvelt að kalla á útgjöld en erfiðara að þurfa að fjármagna þau.

Næsta sjúkrahús við fjölfarnasta flugvöll landsins er allt að því óstarfhæft vegna fjárskorts. Sjúkrabílar landsins eru yngstir 6 ára og á því landsvæði sem er með mestu umferð akandi ferðamanna er mönnun sjúkrabíla og lögreglu undir lágmarks öryggiskröfum. Fleira mætti telja en þörfin fyrir aukið fjármagn frá skattgreiðendum er víða.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2019 kl. 02:40

2 identicon

Þetta er alfarið á ábyrgð skipstjórans að sigla svona nálægt landi í þessum aðstæðum er vítavert með á annað þúsund farþega. Skipstjóri á að sigla með það fyrir augum að vél getur bilað sérstaklega í vitlausu veðri og með alla þessa farþega . Til að spara skattgreiðendum og til að bjarga mannslífum erum við kannski að komast inn í þann tíma að strandgæslan taki að sér stjórnina eins gert er í fluginu þó það sé gert meira út af hraðanum sem þar er í loftinu sem dæmi.

Eg var á farþegaskipi á miðju Atlandshafi fyrir um áratug síðan Skipið fór alveg á hliðina eftir að brotsjór af stærri gerðinni lenti á skipinu enn vegna stöðuleikans sem skipið hafði fór það mjög snökkt til baka að allt lauslegt stólar sófar borð og leirtaug fór út um allt fríhöfninn þar inni fór allt út um allt frysti -og kæli kistur hentust út í síðu sem dæmi . Þetta var ekki góð tilfinning en stöðuleikinn hann fékk mig til að vera viss að þetta myndi enda vel eins og það gerði 

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.3.2019 kl. 09:56

3 identicon

Útgerðir þessara skipa eru skráðar í "Panama". Einnig skipin. Öll aðföng til skipanna eru skattlaus og mikill vöxtur þessarar mest mengandi ferðaþjónustu í heiminum er vegna þess að allt ferlið er undanskilið sköttum og gjöldum. Áhafnir eru að mestu réttlausar.

Þeir sem hvergi greiða skatta eiga enga kröfu um að strandríki sú tilbúin með björgun. Ef allt fer á versta veg verður því bjargað sem hægt er að bjarga en ekki er hægt að ætlast til þess að óviðkomandi strandríki leggi út milljarða í fyrirbyggjandi viðbúnað. -Slíkt er verkefni fyrir útgerðirnar sjálfar.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband