Það er líklega best að þetta sé langhlaup í rétta átt.

Síðuhafi hefur lengi dáðst að Bergþóri Pálssyni, til dæmis fyrir átakið í líkamsrækt sem hann hefur farið í með glæailegum árangri. 

Hins vegar geyma sögur margra dæmi um um vonbrigði vegna þess að eftir geysilegan árangur á undra stuttum tíma hefur oft komið lygilega mikið bakslag. 

15 kílóa létting er í raun meiri létting, því að á sama tíma efldi Bergþór vöðvamassa sinn og vöðvar eru þyngri en fita. 

Síðuhafi var orðinn 97 kíló í lok október, en samkvæmt formúlunni, sem flestir nota, er það við mörk þess að vera frekar feitlaginn / of þungur. 

Fordæmi Bergþórs, - en einnig bakslög hjá öðrum, hefur sannfært mig um að of grimmt svelti geti komið mönnum í koll á þann veg, að líkaminn bregðist við sveltinu með því að breyta efnaskiptum til mótvægis. 

Því skipti miklu að gera þetta hægt, en þó ævinlega í rétta átt, jafnvel þótt þyngdin standi í stað í nokkrar vikur. 

Síðuhafi hóf því kúr í lok október og setti sér það markmið að byrja á því að létta sig um tíu kíló, en þó ekki hraðar en 1,5 kíló á mánuði. 

Í janúarbyrjun settu axlarbrot og fleiri meiðsli í umferðarslysi strik í reikninginn næstu átta vikurnar, vegna hreyfingarleysis, og í kjölfarið nú í mars kom fyrsta flensan með snert af lungnabólgu í heil 20 ár og truflaði endurhæfinguna eftir slysið í hálfan mánuð. 

Nú er ég orðinn nógu góður til að hlaupa að nýju upp fjórar hæðir á 30 sekúndum í líkamsrækt minni og hef létt mig um 9 kíló á tæpum sex mánuðum, þrátt fyrir áföllin, eða um 1,5 kíló á mánuði, - en 2,5 kíló á mánuði ef veikindakaflarnir eru dregnir frá. 

Átakið byggist ekki á neinu allsherjar banni, heldur á því neyta minna af öllu en áður, vigta mig tvisvar á hverjum degi og hafa strangt eftirlit og aðhald varðandi það sem borðað er. 

Samfelld vigtun miðar að því að þyngjast ekki meira en eitt kíló, ef svo ber undir, en þyngd flestra sveiflast í allt að eitt kíló í dagssveiflum, og það kemur fyrir að kíló bætist við í takmarkaðan tíma. 

 

 


mbl.is Bergþór Pálsson „féll“ í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

cool

Hörður (IP-tala skráð) 25.3.2019 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband