Sullenberger fékk 38 sekúndur.

Í upphafi rannsóknar bandarískra flugmálayfirvalda á nauðlendingu Sullenbergers flugstjóra á Hudson ánni eftir að fuglar slógu út báðum hreyflum vélarinnar skömmu eftir flugtak, var í fyrstu reynt að sýna fram á að ef hann hefði brugðist strax rétt við, hefði hann getað snúið þotunni við og svifið henni til baka inn til brottfararflugvallar. 

Þetta var niðurstaða eftirlíkinga í flughermum. 

Sullenberger benti á, að því aðeins gat hann brugðist svona skjótt við ef hann vissi fyrirfram um hvað væri að ræða, en hann væri hins vegar maður en ekki vélmenni og hafði því þurft tíma í stað þess að rasa um ráð fram. 

Fékk hann því framgengt að gert væri ráð fyrir að hann fengi 38 sekúndur til þess að finna út hvað hægt væri að gera og að eftir því yrði líkt í flughermum. . 

Þegar það var gert og atvikið sett í flughermi, kom í ljósa að nauðlending á ánni var lang skásti kosturinn, því að vélin dró hvergi inn til vallanna, sem næstir voru. 

Örfáar sekúndur til eða frá geta skipt sköpum og talan 40 sekúndur hjá flugmönnum Lion Air segir sína sögu. 


mbl.is Líktu eftir flugslysinu í flughermi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Það eru mjög misvísandi fréttir af þessu, sumir segja að það hafi verið margar leiðir til að aftengja þennan MSCA búnað, aðrir ekki, þú getur kannski uppfrætt mig?

Hörður Bragason (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 08:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og í gær nauðlenti ein B737Max hér í Orlando þegar búnaðurinn fór að gera akkúrat þetta sama. Hún var  ferjuflugi auðvitað.

Halldór Jónsson, 27.3.2019 kl. 12:36

3 identicon

 Þetta ku hafa verið hreyfilbilun í fluginu frá Orlando.

http://avherald.com/h?article=4c5e38ab&opt=0

Elló (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband