Hugsanlega gleymist arðbærasta nýframkvæmdin.

Þegar reiknað er út hvaða vegaframkvæmdir séu arðbærastar hér á landi, er ekki víst að það sé nóg að setja níu á lista. 

Það skyldi þó ekki vera að hina tíundu vanti, styttingu þjóðvegar númer eitt um 14 kílómetra í Austur-Húnavatnssýslu í gegnum land Blönduósbæjar, svonefnda Húnavallaleið. 

Hún myndi þýða lækkun á meðalkostnaði vegna aksturs um Hringveginn á þessum stað um 2800 krónur á hvern bíl, sem fer þar fram og til baka. (Samkvæmt taxta um akstur opinberra starfsmanna á eigin bíl og útreikningum FÍB).  

Hin nýja leið myndi eftir sem áður liggja þannig um land Blönduósbæjar, að hægt yrði að setja upp þjónustufyrirtæki fyrir vegfarendur við ný vegamót hjá Fagranesi í Langadal innan vébanda þessa sveitarfélags. 

Eftir sem áður myndi stysta leiðin til Sauðárkróks liggja um ystu Blöndubrú og Þverárfjall og Blönduósbær yrði áfram meginmiðstöð þjónustu og samgangna í Austur-Húnavatnssýslu. 

Rétt eins og að með gerð nýrrar brúar og vegstyttingar yfir Ytri-Rangá á Hellu á sínum tíma færðist þjónustan einfaldlega að nýju brúnni. 

Með nýrri brú á Hellu styttist leiðin og það þurfti ekki lengur að krækja krókaleið í gegnum þávernandi þorp heldur varð leiðin öruggari, greiðari og styttri við ný þjónustufyrirtæki.

Á nýrri leið gegnum land Blönduósbæjar þyrfti ekki lengur að fara Hringveginn gömlu leiðina um alþekkt illviðrasvæði í utanverðum Langadal. 


mbl.is Arðbærast að flýta Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ekki gleyma ca 4km jarðgöngum undir Berufjörð ut við Djúpavog sem styttir leið um 30 km og gerir óþarfan nýjan veg yfir Öxi með óbætanlegu raski á náttúru. Með síðan stuttum göngum undir Breiðdalsheiði er komin mun betri ofg öruggari tenging við Hérað.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.4.2019 kl. 12:40

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já mikið tæki maður því feginsamlega að sleppa við Berufjörðinn þá skreppa þarf suður, hvort sem er til að þjóna lund frúarinnar eða hvað?

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2019 kl. 13:47

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vegfærendur losnuðu við leiðinlegan vegakafla nyrst í Langadal sem er veðravíti.

Skólaakstur í Húnavallaskóla væri hægari og styttri.

Blönduós mundi breytast í rólegan bæ þangað sem fólk sækti í með börn sín, að mínu mati.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.4.2019 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband