Eðli gjaldþrota er misjafnt og úrlausnirnar oft líka.

Gjaldþrot fyrirtækja eru stundum eins margvísleg að eðli og þau eru mörg. Það er sameiginlegt með þeim að svonefnd skiptastjórn og skiptastjóri verða að setja ofar öðru, að sem minnst almennt tjón verði vegna gjaldþrots, eða öllu heldur að tjónið verði sem minnst. 

Stundum eru aðstæður þannig, að það er hreinlega ekki talið hægt að gera viðkomandi fyrirtæki gjaldþrota í einni svipan. 

Dæmi um það eru bandarískir bílaframleiðendur á borð við General Motors, sem voru það stór, að gamalþekkt orðtak mætti hafa þess efnis að það sem væri gott fyrir GM væri gott fyrir Bandaríkin; sem sagt, að það sem væri slæmt fyrir GM væri slæmt fyrir Bandaríkin. 

Síðan eru til blöndur af þessu, þar sem gjaldþrotameðferðin getur tekið býsna langan tíma, sem er notaður til þess að nýta eignir og aðstöðu hins gjaldþrota félags til þess að afla tekna upp í hin miklu útgjöld en jafnvel að setja á fót framhalds starfsemi undir nýrri kennitölu.

Nú minnir ástandið varðand WOW dálítið á þetta, hvernig sem það mál fer að lokum.  

Mörg fyrirtæki fóru á hausinn í Hruninu hér heima, til dæmis stóru bílainnflutningsfyrirtækin, og var mikið vandaverk og oft umdeilanlegt sem stjórnvöld og skiptastjórar urðu að vinna við að leggja mat á hvaða aðferð væri skást. 


mbl.is Frestur langt fram í tímann ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skúli W flýgur ennþá með himnaskautum þótt flugvélarnar séu lentar og fyrirtækið í kistulagningu.

El Acróbata (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband