Mergurinn málsins, sem þáttastjórnandi var ávíttur fyrir að nefna.

Mikil og réttmæt umræða hefur farið fram um álitið sem Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson gáfu stjórnvöldum vegna innleiðingar 3. orkupakkans. 

Þar kemur fram að Íslendingar létu hjá líða í maí 2017 á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar að fara þá leið, sem hefði haft stjórnskipulegt gildi, að setja sérstöðu Íslands inn í texta innleiðingarinnar. 

Í staðinn sé nú farin hæpnari leið vegna þess að yfirlýsingar og fyrirvarar nú hafi ekki stjórnskipulegt gildi.  Sem sagt: Tekin áhætta á svipaðri niðurstöðu og orðið hefur í því að okkur sé skylt að flytja inn hrátt kjöt af dýrum, sem hafa orðið fyrir áhrifum af fjölónæmisbakteríum.  

Í bloggpistli í gær var fjallað um þau ómálefnalegu viðbrögð utanríkisráðherra í Kastljósi við því að þáttarstjórnandinn nefndi leiðina, sem ekki var farin, að ráðherrann dylgjaði um það að þáttarstjórnandinn hefði ekki lesið gögn málsins. 

Í tengdu viðtali við Friðrik Árna á mbl.is skýrir hann málið nánar og þá sést ástæðan fyrir því að reynt er að leyna því sem Friðrik Árni ræðir um. 


mbl.is Felur í sér lagalega óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband